GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

N1 mót Unglingamótaraðarinnar fór fram á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur dagana 6.-7. september. Leiknar voru 54 holur í flokki 15-18 ára pilta og stúlkna. Frábært skor var í mótinu, sem var það síðasta á tímabilinu.

Hér má sjá úrslit mótsins:

Piltaflokkur:

Gunnar Þór Heimisson, GKG, sigraði piltaflokkinn með fimm höggum. Gunnar lék frábært golf í mótinu og lauk leik á fimmtán höggum undir pari. Eftir öfluga hringi á fyrri keppnisdegi kórónaði Gunnar sigurinn með besta hring mótsins, 65 höggum, á lokahringnum. Gunnar tapaði fæstum höggum allra kylfinga, fékk flesta fugla og lék par 4 holur mótsins best allra.

Hringir Gunnars

Jafnir í 2. sæti urðu Arnar Daði Svavarsson og Óliver Elí Björnsson, á tíu höggum undir pari. Þeir voru samstíga allt mótið og voru bestir allra kylfinga 16 ára og yngri.

Verðlaunahafar 15 18 ára drengja

Stúlknaflokkur:

Eva Kristinsdóttir vann sitt annað mót í röð, en hún lék á einu höggi undir pari í heildina. Þetta var þriðja mót Evu á mótaröðinni í sumar, en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni í lok ágúst.

Hringir Evu

Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Pamela Ósk Hjaltadóttir deildu með sér öðru sætinu á sex höggum yfir pari. Góður Endasprettur Pamelu skipti þar sköpum, en hún lék bestu seinni níu holur mótsins á lokadeginum.

Verðlaunahafar 15 18 ára stúlkna

Þetta var síðasta mót sumarsins á Unglingamótaröðinni. Við þökkum keppendum, aðstandendum og golfklúbbum kærlega fyrir aðkomu móta sumarsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ