N1 mótið á Unglingamótaröðinni og Golf 14 fer fram dagana 6.–7. september á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
Unglingamótaröðin
Í flokki 15-18 ára eru leiknar 54 holur og er keppt í höggleik án forgjafar.
Að loknum 36 holum er leikmönnum fækkað þannig að 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni.
Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Golf 14
Flokkur 13-14 ára í Golf 14 leikur höggleik án forgjafar. Alls eru leiknar 36 holur, 18 á hvorum keppnisdegi. Lykkjurnar Landið/Landið verða leiknar báða dagana.
Flokkur 12 ára og yngri í Golf 14 leika 9 holur á Landinu, laugardag og sunnudag.
Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.