GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

N1 mót Golf 14 fór fram á Korpúlfsstaðavelli dagana 6.-7. september. Mótið var ætlað kylfingum úr öllum klúbbum landsins 14 ára og yngri. Keppt var í eftirfarandi flokkum:

13-14 ára drengir

13-14 ára stúlkur

12 ára og yngri drengir

12 ára og yngri stúlkur

Flokkur 13-14 ára drengja bauð uppá mikla spennu, en þar þurfti að leika fjögurra manna bráðabana um sigurinn. Emil Darri Birgisson, Ásgeir Páll Baldursson, Matthías Jörvi Jensson og Barri Björgvinsson léku allir á tveimur höggum yfir pari. Eftir bráðabana var það Emil Darri sem stóð uppi sem sigurvegari. Ásgeir, Matthías og Barri deildu með sér silfrinu, þar sem skyggni var orðið takmarkað á vellinum.

Verðlaunahafar 13 14 ára drengja

Elísabet Þóra Ólafsdóttir, NK, vann flokk 13-14 ára stúlkna með tíu höggum. Hún lék hringi sína á 75-82 höggum. Hanna Karen Ríkharðsdóttir, GKG, varð önnur og Ester Ýr Ásgeirsdóttir, GK, varð þriðja.

Verðlaunahafar 13 14 ára stúlkna

Í flokki 12 ára og yngri voru leiknar 9 holur á báðum keppnisdögum. Emilía Sif Ingvarsdóttir, GO, og Pétur Franklín Atlason, GR, stóðu uppi sem sigurvegarar.

Verðlaunahafar 12 ára og yngri drengja
Verðlaunahafar 12 ára og yngri stúlkna

Þetta var síðasta mót tímabilsins á Golf 14 mótaröðinni, sem hefur heppnast gífurlega vel. Mikil gleði hefur verið á mótum og keppendur verið til fyrirmyndar.

Hér má skoða úrslit mótsins

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ