/

Deildu:

Auglýsing

„Æfingarnar eiga að vera að skemmtilegar“ 

„Þetta er skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Við áttum alls ekki von á þessari „golfsprengju“ hjá okkar yngsta aldursflokki. Það eru hátt í 60 krakkar að mæta á æfingar í aldurshópnum 7-9 ára og í heildina eru um 100 krakkar yngri en 18 ára að æfa golf hjá okkur,“ segir Karl Haraldsson PGA kennari og þjálfari hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. 

Karl, sem var á árum áður í fremstu röð afrekskylfinga á landinu, segir að sumarið 2020 hafi sett ný viðmið fyrir æfingadagskrá yngri kylfinga í Vestmannaeyjum. 

„Þegar við settum upp æfingaáætlun sumarsins þá gerðum við ekki ráð fyrir að slíkur fjöldi myndi mæta á æfingar. Thelma Sveinsdóttir hefur staðið vaktina með mér í sumar og hún er frábær. Ásamt henni eru 4-6 aðstoðarmenn á æfingum á þessum æfingum sem standa yfir í um 90 mínútur. Verkefnið á æfingum er í stórum dráttum að halda krökkunum við efnið og að hafa öryggið í fyrirrúmi. Við stefnum alltaf á að hafa hverja æfingu skemmtilega með talsverðum fjölbreytileika.“ 

Í gegnum tíðina hafa margir afrekskylfingar komið frá Vestmannaeyjum. Karl segir að það sé endilega markmiðið að einblína eingöngu á afreksgolf.  

„Markmiðið er að byggja upp öflugan hóp af krökkum af báðum kynjum. Það er ekkert sérstakt markmið að allir verði afrekskylfingar, það er líka stór hluti af þessu að þessir krakkar verði félagsmenn í golfklúbbi, og stundi golfið í langan tíma.“

Karl segir að Golfklúbbur Vestrmannaeyja hafi unnið markvisst að því að fjölga yngri kylfingum. 

„Við fórum í skólana í vetur og buðum upp á kynningu á golfinu. Það er alltaf eitthvað markaðsstarf í gangi. Að mínu skiptir það mestu máli að krökkunum líði vel að koma á golfsvæðið. Við notum allt það útivistarsvæði sem er í boði hérna við golfvöllinn. Æfingarnar eru ekki bara golf. Við förum í allskonar leiki, gerum eitthvað skemmtilegt í Herjólfsdal og víðar.  

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ