Auglýsing

Í gærkvöld fór fram móttökuathöfn í íþróttamiðstöð GKG. Þar var atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson í aðalhlutverki. Þar komu saman fjölskylda og vinir Guðmundar, ásamt hópi fólks úr röðum golfklúbba sem tengjast ferli Guðmundar, GSÍ og Forskots afrekssjóðs.

Guðmundur Ágúst tryggði sér nýverið keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, DP World Tour.

Hann er aðeins annar karlkylfingurinn frá Ísladi sem nær þeim árangri – en Birgir Leifur Hafþórsson braut ísinn árið 2006 og 2007.

Fjórar íslenskar konur hafa náð að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET. Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Guðmundur Ágúst hélt af landi brott í morgun en hann mun hefja leik á DP World Tour á fimmtudaginn á móti sem fram fer í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Guðmundur Ágúst leikur á alls þremur mótum í Suður-Afríku á næstu vikum og þessari keppnistörn lýkur á eyjunni Máritíus á Indlandshafi um miðjan desember.

Hér má sjá dagskrá DP World Tour fyrir keppnistímabilið 2022-2023.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá móttökunni í gær – en myndirnar tók Grímur Kolbeinsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ