Auglýsing

„Golfdagurinn á Norðurlandi“ fór fram þriðjudaginn 14. júní 2022 á Sauðárkróki.

Viðburðurinn fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki og er „Golfdagurinn á Norðurland“ annar viðkomustaðurinn á þessu sumri í samstarfsverkefninu sem GSÍ, KPMG og PGA standa að. Fyrsti viðkomustaðurinn var á Vesturlandi hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi.

Boðið var upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinn undir handleiðslu PGA kennara. Fjölmargir kylfingar á öllum aldri komu í heimsókn og skemmtu sér í golfi og skemmtilegum leikjum. Í lok dagsins var boðið upp á grillveislu fyrir þátttakendur.

Samhliða Golfdeginum fengu nokkir áhugasamir einstaklingar leiðbeiningar frá PGA kennurunum hvað varðar uppsetningu og framkvæmd einfaldra leikjanámskeiða. Markmiðið með þeirri fræðslu er að skilja eftir þekkingu til þess að efla innra starf golfklúbba á svæðinu þar sem að PGA kennarar eru ekki til staðar.

Á Norðurlandi er öflugt starf hjá fjölmörgum golfklúbbum landshlutans en eftirtaldir klúbbar eru í landslhlutanum auk Golfklúbbs Skagafjarðar.

Golfklúbbur Skagafjarðar, Golfklúbbur Skagastrandar, Golfklúbburinn Ós (Blönduós), Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Fjallabyggðar (Ólafsfjörður), Golfklúbburinn Hamar Dalvík, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbburinn Lundur (Vaglaskógur), Golfklúbbur Húsavíkur, Golfklúbbur Mývatnssveitar og Golfklúbburinn Gljúfri eru allir með öflugt starf í þessum landshluta.

Samhliða golfdeginum á Norðurlandi fer fram námskeið fyrir leiðbeinendur. Á því námskeiði verða PGA kennarar með dagskrá sem er ætluð áhugasömum einstaklingum sem vilja læra að leiðbeina byrjendum í golfíþróttinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ