Auglýsing

Móti sem átti að fara fram föstudaginn 26. maí á Áskorendamótaröð barna og unglinga á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar hefur verið frestað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar sem er framkvæmdaraðili mótsins.

Veðurspáin fyrir föstudaginn er með þeim hætti að mótstjórn tók þá ákvörðun að fresta mótinu.

Á Áskorendamótaröðinni keppa börn – og unglingar sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ