/

Deildu:

Hörður Barðdal.
Auglýsing

Minningarsjóður Harðar Barðdal til styrktar fötluðum kylfingum var stofnaður sumarið 2011 til þess að heiðra minningu Harðar Barðdal, frumkvöðuls og afreksíþróttamanns úr röðum fatlaðra.

Sjóðurinn óskar nú eftir umsóknum fyrir árið 2017.

Hugmyndin að stofnun sjóðsins kviknaði hjá dætrum Harðar, Jóhönnu, Sesselju og Fanney, sumarið 2010, tæplega ári eftir lát föður þeirra. Sjóðurinn var síðan stofnaður um mitt ár 2011 og hófst þá söfnun í sjóðinn sem ætlaður er að til að styðja við starfsemi fatlaðra kylfinga og verkefni sem þeir taka þátt í.

[button color=”” size=”” type=”outlined” target=”” link=””]Markmið sjóðsins er að halda á lofti þeim kyndli er Hörður tendraði með starfi sínu í þágu fatlaðra íþróttamanna almennt og í þágu fatlaðra kylfinga sérstaklega.[/button]

Sjóðurinn styrkir mismunandi verkefni, hvort heldur er einstaklinga, þjálfara eða verkefni tengd útbreiðslumálum á landsvísu, að því gefnu að þau verkefni samræmist reglum sjóðsins að öðru leyti.

Þeir sem sækjast eftir styrk geta sent styrktarbeiðni með lýsingu á verkefni auk fjárhagsáætlunar á netfangið brynjar@golf.is

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ