/

Deildu:

Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsing

Í fyrradag bárust okkur þær fréttir að einn úr okkar hópi, Hinrik Gunnar Hilmarsson, hefði andast á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 57 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein sem hann hafði barist við með æðruleysi undanfarin misseri.

Hinrik starfaði fyrir Golfsamband Íslands frá árunum 2002 til 2007 og sinnti störfum sem markaðstjóri og var einnig í fararbroddi fyrir golfreglur og dómaramál á vegum Golfsambands Íslands. Sérþekking hans á golfreglunum var einstök og færði Hinrik golfhreyfingunni mikla fagmennsku á því sviði.

Hinrik var einn af þeim einstaklingum sem elskaði leikinn og lagði hönd á plóg víða innan golfhreyfingarinnar hvort sem það var í sínum heimaklúbbi Golfklúbbi Reykjavíkur eða við störf sín fyrir Golfsamband Íslands. Hinrik var alltaf reiðubúinn að aðstoða og lagði svo sannarlega sitt af mörkum við uppbyggingu og framfarir íþróttarinnar á Íslandi síðustu áratugi.

Svo lengi sem ég man eftir mér á ég minningar af „Hinna dómara“ uppi á hól eða í golfbílnum að vakta kylfinga við leik og ekki síður minnist ég hláturs Hinna á góðum stundum en hann fór ekki framhjá nokkrum manni.

[pull_quote_right]Við í golfhreyfingunni kveðjum nú ærlegan og góðan félaga og ákaflega minnisstæðan mann sem við öll söknum á þessari stundu.[/pull_quote_right]

Fyrir hönd Golfsambands Íslands vil ég þakka Hinriki fyrir störf hans fyrir golfhreyfinguna og allar þær góðu stundir sem við fengum að njóta með honum.

Við vottum fjölskyldu og aðstandendum okkar dýpstu samúð

Með virðingu og þökk, blessuð sé minning Hinriks Gunnars Hilmarssonar

Fyrir hönd Golfsambands Íslands
Brynjar Eldon Geirsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ