/

Deildu:

Auglýsing

Þorsteinn Svörfuður Stefánsson fæddist á Grund í Svarfaðardal 22. ágúst 1937. Hann
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 4. janúar 2023.

Börn Þorsteins og fyrri eiginkonu hans, Sigríðar J. Hannesdóttur, eru Sólveig fædd 1962, Árni fæddur 1965 og Heimir fæddur 1970. Barnabörn Þorsteins eru níu og barnabarnabörn þrjú. Þorsteinn og Jónína Magna Snorradóttir hófu sambúð árið 2000 en þau giftu sig síðar. Jónína lést árið 2016.

Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MA 1959, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1966, doktorsprófi í svæfingalæknisfræði frá Gautaborgarháskóla 1981 og kennaraprófi í sömu grein 1983.

Þorsteinn var kandídat og aðstoðarlæknir á Landspítalanum, aðstoðarlæknir á Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg, fastráðinn aðstoðaryfirlæknir þar frá 1974, sérfræðingur á Landspítalanum, svæfinga- og gjörgæsludeild, frá 1977, var sérfræðingur á Landspítalanum, svæfinga- og gjörgæsludeild, frá 1981, veitti deildinni þar forstöðu frá 1985 og var yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítalans 1991-2005.

Golfhreyfingin fékk að njóta krafta Þorsteins um margra áratuga skeið en hann var einn af reyndustu golfdómurum landsins. Þorsteinn var í dómaranefnd GSÍ frá 2009 til 2015. Hann var með alþjóðleg dómararéttindi og var m.a. á meðal þeirra sem störfuðu í Solheim-keppninni árið 2003 í Svíþjóð.

Hann var í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur á árunum 1980-1986, varaformaður klúbbsins 1984-1986, og var síðar gerður að heiðursfélaga GR.

Fallinn er frá mikill heiðursmaður sem skilur eftir sig stórt skarð í golfhreyfingunni. Hans verður sárt saknað.

Golfsamband Íslands vottar aðstandendum innilegrar samúðar.

Þorsteinn Svörfuður verður jarðsunginn í Hallgrímskirkju í dag, 11. janúar 2023, klukkan 13.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ