/

Deildu:

Auglýsing

Guðmundur Friðrik Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1946. Hann lést á Spáni 11. október 2022. 

Guðmund­ur var gift­ur Krist­ínu Hall­dóru Páls­dótt­ir hjúkr­un­ar­for­stjóra, sem lést 10. sept­em­ber 2020.
Syn­ir Guðmund­ar eru þeir Jón­as Hag­an Guðmunds­son fædd­ur 1969 og Magnús Friðrik Guðmunds­son fædd­ur 1985.

Eft­ir­lif­andi systkini Guðmund­ar eru þau Axel Jóns­son, Val­gerður Sig­urðardótt­ir,
Ragn­heiður Sig­urðardótt­ir, Björg Sig­urðardótt­ir og Aðal­heiður Dóra Sig­urðardótt­ir.

Guðmundur starfaði fyrir Flugleiðir í Danmörku eftir að hann lauk verslunarprófi Verzlunarskóla Íslands. Hann starfaði sem endurskoðandi mestan sinn starfsferil. 

Guðmundur var virkur í félagsstörfum, sér í lagi fyrir íþróttafélagið Hauka í Hafnarfirði og Golfklúbbinn Keili, ásamt stjórnarstörfum fyrir Handknattleikssamband Íslands og Golfsamband Íslands. Guðmundur var sömuleiðis  félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.

Golfhreyfingin fékk að njóta krafta Guðmundar um margra ára skeið. Hann var formaður Keilis á árunum 1998-2003. Árið 2001 var hann kjörinn í stjórn Golfsambands Íslands. Hann lét mikið að sér kveða í innra starfi GSÍ og þá sérstaklega á mótasviði GSÍ. Guðmundur Friðrik sat í stjórn GSÍ allt fram til ársins 2013.

Fallinn er frá mikill heiðursmaður sem skilur eftir sig stórt skarð í golfhreyfingunni. Hans verður sárt saknað.

Golfsamband Íslands vottar aðstandendum innilegrar samúðar.

Guðmundur verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 3. nóvember 2022, klukkan 15.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ