Ásgerður Sverrisdóttir er látin (f. 1. mars 1962, l. 13. júlí 2025). Ásgerður hóf að stunda golfíþróttina fyrir um 55 árum, þá aðeins 8 ára gömul og tók síðan þátt í sínu fyrsta golfmóti, meistaramóti Nesklúbbsins fjórum árum síðar þegar hún var 12 ára.
Ásgerður var keppnismanneskja á golfvellinum og þar birtist keppnisskapið og viljastyrkurinn. Sem afrekskylfingur uppskar hún tvo Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki, árin 1983 og 1984. Hún lék árum saman í íslenska kvennalandsliðinu eða frá árinu 1981 til 1995. Þá vann hún til margra titla innan GR auk titla í sveitakeppnum GSÍ með keppnissveitum GR. Hún var einnig meðlimur í golfklúbbi Öndverðarness.
Golfsamband Íslands þakkar Ásgerði fyrir hennar framlag til golfíþróttarinnar á Íslandi og vottar eiginmanni hennar og fjölskyldu innilega samúð.