Eimskipsmótaröðin 2016.
Auglýsing

Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Starfshópur á vegum Golfsambandsins skilaði af sér tillögu um framtíðarsýn fyrir Eimskipsmótaröðina til næstu þriggja ára og var niðurstaða nefndarinnar kynnt á þingi Golfsambandsins.

Tillöguna má sjá í heild sinni hér:

Með það fyrir augum að stækka mótaröðina og bæta umfang hennar, leggur starfshópurinn til margar breytingar. Sumar þessara breytinga kunna að fela í sér ákveðin fráhvörf frá núverandi fyrirkomulag á meðan aðrar tillögur fela eingöngu í sér skerpingu á því sem áður hefur verið gert.

Mótin á Eimskipsmótaröðinni verða alls átta en til samanburðar voru mótin sex á síðasta keppnistímabili. Á árinu 2016 verður sú undantekning að sex mót telja til stigameistaratitla á Eimskipsmótaröðinni en frá og með árinu 2017 munu alls átta mót telja á stigalistanum.

11731688_1018881314811086_5522262518610372169_o

Keppnistímabil hvers árs hefst í lok ágúst og lýkur í sama mánuði, ári síðar.

Tímabilið hefst á tveimur mótum að hausti, því fylgja svo tvö mót að vori árið eftir og lýkur á fjórum mótum yfir hásumarið.

Fjöldi keppenda í haust- og vormótum, auk Íslandsmótsins í golfi, verður með sama sniði og í dag en færri keppendur verða í öðrum mótum.

[quote_box_left]Tvö ný mót bætast við mótaröðina. Þátttakendafjöldi í þeim verður takmarkaður mun hann taka mið af stöðu keppenda á heimslista atvinnu- og áhugamanna og stigalista GSÍ á hverjum tíma.[/quote_box_left]

Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir hafa báðir boðist til að skuldbinda sig til þess að vera með árleg mót á mótaröðinni næstu þrjú ár.

Hámarksforgjöf í mót á mótaröðinni verður 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum. Skoðuð verður sú hugmynd að ljúka mótum á laugardegi og leika seinnipart fimmtudags og föstudags í þeim mótum þar sem keppendafjöldi er takmarkaður.

Fallið var frá þeirri tillögu að Íslandsmótið í golfi fari fram á höfuðborgarsvæðinu í fjögur skipti af fimm á hverju fimm ára tímabili. Skipu

Screenshot (13)
Screenshot (14)

Íslandsmótið í holukeppni

Hópurinn leggur til eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi mótsins.
a. Keppendur í karlaflokki verði 64 og raðast í 16 riðla.
b. Keppendur í kvennaflokki verði 24 og raðast í 8 riðla.
c. Íslandsmeistari í holukeppni fyrra árs, þrír efstu íslendingarnir á heimslista
atvinnumanna og þrír efstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna eiga
þátttökurétt í mótinu. Á þetta bæði við karla- og kvennaflokk.
d. Að frátöldum þeim kylfingum sem eiga sjálfkrafa þátttökurétt skv. c.-lið
ræður staðan á stigalistanum talið frá og með síðasta Íslandsmóti í holukeppni.
e. Í stað stöðu leikmanna á stigalistanum ræður forgjöf þátttakenda því í
hvaða röð leikmenn raðast í riðla.

Sveitakeppni GSÍ færð fram á fjórðu helgina í júní

Sveitakeppni GSÍ er eitt af stærstu mótum sumarsins á hverju keppnistímabili. Mótið er feikilega vinsælt meðal keppenda. Það er einróma álit starfshópsins að auka megi veg þessarar keppni verulega og um leið auka áhuga bæði almennra kylfinga og fjölmiðla á mótinu.

Sú hefð hefur skapast að leikið sé í Sveitakeppni GSÍ aðra helgi í ágústmánuði. Það jákvæða vandamál hefur komið upp að sífellt fleiri íslenskir karlkylfingar hafa áunnið sér keppnisrétt í Evrópumóti einstaklinga á undanförnum misserum sem skarast á við Sveitakeppni GSÍ.

Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á Sveitakeppni GSÍ:
[quote_box_left]Nafni keppninnar verði breytt, gerðar verði breytingar á tímasetningu keppninnar og er lagt til að leikið verði í öllum deildum karla og kvenna fjórðu helgi júnímánaðar. [/quote_box_left]Sveitakeppni eldri kylfinga og unglinga fari fram aðra helgi ágústmánaðar. Kanna skal þann möguleika að undanúrslit og úrslit í efstu deildum karla og
kvenna fari fram á sama velli. Það gefur golfáhugamönnum, klúbbfélögum, áhorfendum og fjölmiðlum betra tækifæri til að fylgjast með.

11717330_1019588084740409_6248981979076808847_o

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ