Frá Ekkjufellsvelli 2020. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Golf­klúbb­ur Fljóts­dals­héraðs hef­ur óskað eft­ir því við byggðaráð Múlaþings að tekn­ar verði til skoðunar á ný hug­mynd­ir um framtíðarstaðsetn­ingu nýs golf­vall­ar við Eg­ilsstaðir. Morgunblaðið greindi fyrst frá.

Fram kem­ur í fund­ar­gerð ráðsins að það fel­ur sveit­ar­stjóra að boða full­trúa stjórn­ar golf­klúbbs­ins til fund­ar með byggðaráði til að ræða hug­mynd­irn­ar.

Ekkju­fellsvöll­ur hef­ur frá stofn­un golf­klúbbs­ins fyr­ir yfir 40 árum verið á landi sem er í einka­eigu, rétt við Fella­bæ.

Kjart­an Ágúst Jónas­son, formaður klúbbs­ins, seg­ir mikla þörf á nýju svæði und­ir golf­völl. Hann seg­ir leig­una alltof háa á nú­ver­andi landi og að hún sé að lama klúbb­inn. Tækja­búnaður­inn er held­ur ekki nægi­lega góður og eyða þyrfti fúlg­um fjár í að lag­færa völl­inn. Leggja þyrfti nýtt vökv­un­ar­kerfi frá grunni og end­ur­byggja helm­ing flata.  

Ey­vindará væri góður kost­ur 

Fyr­ir nokkr­um árum síðan var níu holu golf­völl­ur teiknaður rétt utan við Ey­vindará en staðsetn­ing­in var ekki samþykkt af sveit­ar­fé­lag­inu. Kjart­an Ágúst seg­ir golf­klúbb­inn fal­ast eft­ir landsvæði sem er þegar í eigu sveit­ar­fé­lags­ins og því sé staðsetn­ing­in við Ey­vindará góður kost­ur.

„Það er nóg af landi hérna en megnið af því er í einka­eigu. Það þyrfti þá að kaupa land und­ir völl­inn,“ seg­ir hann, en um 80 manns eru í Golf­klúbbi Fljóts­dals­héraðs.

Spurður hvað nýr golf­völl­ur myndi kosta seg­ir hann það fara eft­ir því hversu hratt yrði farið í fram­kvæmd­ir.

„Það er hægt að eyða fleiri hundruðum millj­óna og gera þetta hratt en svo með aðeins meiri tíma þá kost­ar þetta aðeins minna,“ seg­ir hann og tek­ur fram að málið sé enn á al­gjöru frum­stigi.

Frá Ekkjufellsvelli 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Ekkjufellsvelli 2020. Mynd/seth@golf.is
Frá Ekkjufellsvelli 2020. Mynd/seth@golf.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ