/

Deildu:

Auglýsing

Afmælisráðstefna Samtaka íþrótta – og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, fór fram dagana 7.-8. mars 2024 og en ráðstefnan fór fram í aðstöðu Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal í Reykjavík.

Metaðsókn var á ráðstefnuna en um 60 manns mættu á fimmtudeginum og sami fjöldi mætti á föstudeginum. Ráðstefnan var vel mönnuð en margir af eftirsóttustu fyrirlesurum í golf – og fótboltageiranum voru með fyrirlestra – en alls voru 15 erlendir fyrirlesarar á þessari ráðstefnu.

Mikil ánægja var meðal þátttakenda sem fylgdust grant með málum og mynduðust margar og góðar umræður yfir ráðstefnudagana.

SÍGÍ eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.

Í tilkynningu frá stjórn SÍGÍ kemur fram að félagið vill koma þakklæti til samstarfsaðila sinna sem studdu ráðstefnuna með myndarlegum hætti, hæst ber að nefna þar HÁ Verslun, Grastec og KSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ