/

Deildu:

Auglýsing

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðarlandsliðsþjálfari heimsóttu kylfinga á Norðurlandi á dögunum.  Gott og markvisst barna og unglingastarf undanfarinna ára hefur svo sannarlega skilað sér í auknum áhuga og efnilegum kylfingum enda aðstaðan góð í alla stað. Margir þeirra hafa nú þegar náð forgjafarviðmiðum afreksstefnu GSÍ, og tekið þátt í landsliðsverkefnum og öðrum alþjóðlegum mótum. Birgir Leifur miðlaði sinni reynslu til krakkanna og var það örugglega bæði skemmtilegt og fróðlegt  fyrir þau að  fá ráð frá besta kylfingi landsins.

„Norðlendingar eiga mikið hrós skilið fyrir þá aðstöðu sem er búið að byggja upp fyrir kylfinga, og það hefur skilað sér í framförum og góðum árangri á seinustu 2-3 árum. Góð aðstaða, góðir þjálfarar og tækjabúnaður eru lykilatriði til að gera vetrarstarfið markvissara og skemmtilegra, sem og stuðningur stjórnenda og starfsmanna til að byggja upp hlutina til lengri tíma.“ sagði Úlfar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ