Samstarfsaðilar

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Hólmsvelli í Leiru dagana 14.-16. ágúst.

María Eir Guðjónsdóttir, GM, og Bjarni Þór Lúðvíksson, GR, eru Íslandsmeistarar 2020 í flokki 15-16 ára í holukeppni.

María Eir sigraði Katrínu Sól Davíðsdóttur, GM, í úrslitaleiknum, 2/1. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, sigraði Guðrúnu Jónu Þorsteinsdóttur Nolan, GKG, 3/2, í leiknum um þriðja sætið.
Bjarni Þór sigraði Gunnlaug Árna Sveinsson, GKG, 4/3 í úrslitaleiknum. Óskar Páll Valsson, GA, sigraði Jóhann Frank Halldórsson, GR, 2/0, í leiknum um þriðja sætið.

Undanúrslit.

15-16 ára
Katrín Sól Davíðsdóttir – Nína Margrét Valtýsdóttir
*Katrín Sól sigraði.
María Eir Guðjónsdóttir – Guðrún Jóna Þorsteinsdóttir Nolan
*María Eir sigraði.
Gunnlaugur Árni Sveinsson – Óskar Páll Valsson
*Gunnlaugur Árni sigraði.
Jóhann Frank Halldórsson – Bjarni Þór Lúðvíksson
*Bjarni Þór sigraði.

Skor, úrslit og rástímar – smelltu hér:

Myndir frá mótinu eru hér:

Bjarni Þór Lúðvíksson, GR. Mynd/GSÍ.
María Eir Guðjónsdóttir, GM. Mynd/GSÍ
Nína Margrét, María Eir, og Katrín Sól. Mynd/GSÍ
Óskar Páll, Bjarni Þór og Gunnlaugur Árni. Mynd/GSÍ.

Deildu:

Auglýsing