/

Deildu:

Auglýsing

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik 2014, er fullur tilhlökkunar og sjálfstraustið er gott fyrir átökin á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í lok september. Birgir Leifur hefur keppt á þremur mótum á Nordic Ecco mótaröðinni á undanförnum vikum með góðum árangri þar sem hann endaði í 9. sæti á fyrsta mótinu, 8. sæti á öðru mótinu og hann deildi 5.-7. sætinu á Haverdal vellinum í Svíþjóð á móti sem fram fór um síðustu helgi.

Þessi mót eru góð fyrir sjálfstraustið, því ég var að spila mjög vel og það var góður stígandi í leik mínum. Golfið hjá mér hefur verið jafnt og stöðugt hjá mér síðustu tvö ár. Margt jákvætt í gangi en sumt þarf að fínpússa áður en ég held í úrtökumótið í Portúgal,“ sagði Birgir Leifur við kylfingur.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ