/

Deildu:

Már Sveinbjörnsson.
Auglýsing

Már Sveinbjörnsson fékk viðurkenningu á þingi golfsambandsins sem sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Már því fjórði einstaklingurinn sem fær sæmdarheitið sjálfboðaliði ársins í golfhreyfingunni.

Á þingi golfsambandsins kom eftirfarandi fram þegar tilkynnt var um valið:

„Það er mikilvægt að geta leitað liðsinnis góðra félaga sem eru tilbúnir að gefa tíma sinn þegar haldin eru stórmót í golfi. Að hægt sé að ganga að góðu sjálfboðaliðastarfi vísu er ekki sjálfgefið. Til þess þarf mikið skipulag og góða stjórn. Það var strax ljóst að til þess að halda Íslandsmótið í golfi á Hvaleyrarvelli svo sómi væri að þyrfti yfir 250 sjálfboðaliða yfir mótsdagana. Aðaláherslan við mótshaldið var góð upplýsingagjöf til áhorfenda ásamt góðri umgjörð fyrir keppendur eins og þekkist á stærstu áhugamannamótum erlendis.

Það var ekki auðvelt að finna rétta aðilann til þess að stjórna slíku starfi. Sá aðili þarf að mæta fyrstur og fara síðastur af svæðinu. Vinnudagar hjá yfirmanni sjálfboðliðastarfs á Íslandsmóti hefjast klukkan 06:00 og lýkur löngu eftir miðnætti. Það krefst mikillar undirbúningsvinnu að hafa yfir 80 manns á hverjum degi við störf og tryggja að allir viti nákvæmlega hvað eigi að gera, hvenær og hvernig.

Már Sveinbjörnsson var boðinn og búinn til þess að taka þátt í þessari miklu vinnu og skipulag og framkvæmd sjálfboðaliðastarfs Íslandsmótsins undir hans stjórn var gallalaust.

Má tókst jafnframt að gera það sem ekki er sjálfgefið, að fá fólk í félagsskap eins og golfklúbbnum Keili til þess að líta á sjálfboðaliðastarfið sem eftirsóknarvert og skapa frábæran anda og samstöðu í hópnum.

Má Sveinbjörnssyni eru þökkuð frábær störf og það er með gleði sem við tilnefnum hann sjálfboðaliða ársins 2017.“

Sjálfboðaliðar ársins frá upphafi:
2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir.
2015: Viktor Elvar Viktorsson.
2016: Guðmundur E. Lárusson.
2017: Már Sveinbjörnsson.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ