/

Deildu:

Auglýsing

Um næstu helgi eða sunnudaginn 22. september 2019 fer fram lokamótið á tímabilinu á LEK Öldungamótaröðinni.

Örninn-mótið fer fram á Korpúlfsstöðum. Leiknar verða lykkjurnar Landið og Áin.

Það er hörð keppni um landsliðssæti á ESGA mótum ársins 2020.

Úrslitin úr þessu móti munu ráða miklu um hvaða kylfingar hreppa þau sæti.

Skráning í mótið á golf.is – smelltu hér til að skrá þig.

Keppnisskilmálar

Völlur: Korpa – Lykkjur mótsins Landið/ Áin.

Mótið er hluti af Öldungamótaröðinni og er til viðmiðunar til vals á landsliðum LEK árið 2020.

Mótið er opið öllum kylfingum 50 ára og eldri. Þeir sem náð hafa aldri þegar landslið keppir 2020 geta tekið þátt og fengið stig vegna landsliðs.

Aldursmörk miðast við að þátttakendur hafi náð tilskyldum aldri þegar Evrópumót viðkomandi flokks fer fram á árinu 2020.

Konur mega velja hvort þeir leika af bláum eða rauðum teigum en aðeins þær sem leika af bláum teigum, eða sambærilegum, vinna stig til landsliðs 49+.

Karlar 50-54 og 54+ leika af gulum teigum, eða sambærilegum.

Karlar 69+ leika af gulum teigum, eða sambærilegum og vinna stig til landsliðs en karlar 70+ leika af fremri (rauðum) teigum.

Verðlaun:

Verðlaun í Öldungamótaröðinni eru veitt stigahæsta karli og stigahæstu konu með og án forgjafar að loknum öllum mótum ársins. Verðlaun í hverju móti verða veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni  kvenna og 3 efstu sætin í punktakeppni karla og auk þess besta skor af gulum teigum  og bláum teigum. Gjafabréf:

  1. sæti kr. 30.000
  2. sæti kr. 20.000
  3. sæti kr. 10.000

Besta skor kr. 30.000

Nándarverðlaun eru veitt á tveimur par 3 brautum kr. 15.000.

Ef jafnt er í mótslok hvort sem er án forgjafar eða í punktakeppni gildir 5. gr. a liður í móta-og keppendareglum GSÍ frá apríl 2016 þó skal ekki fara fram umspil né bráðabani.

Leikhraði:

Hámarkstími til að ljúka leik er 4 klst. og 20 mínútur. Farið er eftir reglu 5-6 um óþarfa tafir. Víti fyrir brot reglu er:  Fyrsta brot-eitt högg; annað brot – tvö högg; þriðja brot – frávísun.,(regla 5-6).  Ráshópur skal halda í við næsta ráshóp á undan.

Annað:

Þátttökugjald í mótinu er kr. 5.800.

Að öðru leyti en hér er tiltekið gilda um mótið „ Reglugerð fyrir val á landsliðum LEK 2019 og2020“  og „Reglugerð fyrir Öldungamótaröðina“ sem verður að finna á heimsíðu LEK undir flipanum LEK á www.golf.is og Facebook síðu LEK.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ