N1 Unglingamót 15-18 ára verður haldið dagana 6.–7. september á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er 54 holur og jafnframt lokamót 18 ára og yngri á Stigamótaröð GSÍ og Golf14 á tímabilinu.
Að leik loknum á sunnudeginum verður lokahóf Unglingamótaraðarinnar. Þar verða veitt verðlaun fyrir N1 mótið, léttar veitingar og stigameistarar tímabilsins krýndir.
Verðlaunaafhending mótsins fyrir Golf14 verður haldin sér.
Hér að neðan má sjá stöðu stigalista mótaraðarinnar fyrir lokamótið.
15-16 ára drengir:
- Arnar Daði Svavarsson – 4.501 stig
- Óliver Elí Björnsson – 4.143 stig
- Máni Freyr Vigfússon – 3.963 stig
15-16 ára stúkur:
- Bryndís Eva Ágústsdóttir – 6.400 stig
- Embla Hrönn Hallsdóttir – 3.685 stig
- Erna Steina Eysteinsdóttir – 3.130 stig
17-18 ára drengir:
- Gunnar Þór Heimisson – 5.525 stig
- Guðlaugur Þór Þórðarson – 3.925 stig
- Guðjón Frans Halldórsson – 3.801 stig
17-18 ára stúkur:
- Fjóla Margrét Viðarsdóttir – 4.315 stig
- Pamela Ósk Hjaltadóttir – 3.960 stig
- Þóra Sigríður Sveinsdóttir – 3.245 stig