/

Deildu:

Auglýsing

Mikil þoka er í Aberdeen þar sem Duke of York fer fram og var leik frestað fyrir um klukkustund. Gísli Sveinbergsson GK hafði þá leikið 5 holur og byrjaði vel, var á -2 í dag. Ekki er útlit fyrir að veðrið eigi eftir að breytast og rétt áðan var tekin sú ákvörðun að hætta leik í dag og verður 2. hringur kláraður í fyrramálið og lokahringurinn síðan leikinn eftir hádegi. Ragnhildur Kristinsdóttir GR var búin að leika 16 holur þegar leik var frestað og var á +4 í dag.

Gísli er í forystu á mótinu á -4 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Ewen Ferguson frá Skotlandi, sem er jafnframt Skotlandsmeistari pilta bæði í höggleik og holukeppni, en þeir voru báðir búnir að leika 5 holur í dag. Í stuttu viðtali við blaðamann DOY sagði Gísli að mikilvægt væri að vera þolinmóður. Karginn væri erfiður og því væri mikilvægt að hitta brautir og flatir. Gísli rétt missti örn á sjöttu holunni í gær sem er 440 metrar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ