/

Deildu:

Auglýsing

Hér fyrir neðan eru skjöl sem eru leiðbeinandi um golfleik frá og með 4. maí og unnin voru af viðbragðshópi GSÍ og send út til allra golfklúbba landsins.

  1. Staðarreglur, viðauki vegna Covid-19.
  2. Minnisblað viðbragðshóps og ábendingar til golfklúbba varðandi útfærslur á uppsetningu valla.
  3. Skjal til upplýsinga fyrir kylfinga sem tilvalið er að hengja upp sem víðast og birta á heimasíðum og samfélagsmiðlum allra golfklúbba.

Rétt er að þakka þeim einstaklingum sem skipuðu viðbragðshópinn en þau eru:

Ágúst Jensson
Brynjar Eldon Geirsson
Elsa Valgeirsdóttir
Haukur Örn Birgisson
Hulda Bjarnadóttir
Knútur G. Hauksson
Ólafur Þór Ágústsson
Ómar Örn Friðriksson
Sigurður K. Egilsson
Sigurpáll Sveinsson
Jón S. Árnason
Þorsteinn G Gunnarsson
Þorvaldur Þorsteinsson

Gleðilegt golfsumar!Minnisblað – Viðbragðshópur GSÍ – Vegna Covid-19 

Leiðbeiningar fyrir golfklúbba til að uppfylla auglýsingu um samkomubann sem gilda mun frá og með 4. maí. 

Almennt golf: Golf uppfyllir nánast öll þau skilyrði samkomubanns sem gildir frá 4. maí 2020 og því einungis nauðsyn að árétta örfáa hluti sem gætu orsakað smithættu. Þrátt fyrir þessa upptalningu þá gilda að sjálfsögðu öll tilmæli sóttvarnalæknis, svo sem reglan um 2 metra á milli kylfinga og ráðleggingar um þrif og sótthreinsun. 

1. Við leik er bannað að taka/snerta stöngina. Útbúa skal svamphólk utan um stöngina svo að 

boltinn fari ekki nema að hluta til ofan í holuna. Efnið heitir píparaeinangrun og fæst bæði í BYKO og Húsasmiðjunni. Metrinn kostar 263 kr. en 6-6.5 cm fara í hverja holu (sjá mynd). Þeir klúbbar sem þess óska geta fengið hólkana tilsniðna og tilbúna til notkunar hjá GSÍ, sér að kostnaðarlausu. 

2. Hrífur skal fjarlæga úr glompum. Leyfa má hreyfingar á bolta í glompum (sjá staðarreglur). Óheimilt er að slétta svæðið áður en bolti er hreyfður. Golfklúbbum er einnig heimilt að merkja glompur sem grund í aðgerð. 

3. Mælst er til þess að boltahreinsivélar séu fjarlægðar af golfvellinum. 

4. Sambýlisfólk má vera saman í golfbíl. Aðrir verða að vera einir í golfbíl. 

5. Golfklúbbar hvetja kylfinga til að skrá skor með rafrænum hætti. Ef skorkort er notað eiga kylfingar ekki að skiptast á þeim. 

Undantekningar frá golfreglunum sem taldar eru hér upp að ofan í lið 1 og 2 hafa ekki áhrif á forgjafarútreikning og mun gilda í mótum samkvæmt úrskurði R&A, enda setja golfklúbbar tímabundnar staðarreglur þar að lútandi. 

Golfskálar: Golfklúbbar hafi flestir veitingaleyfi og heyra því undir viðkomandi heilbrigðisyfirvöld til að viðhalda leyfum sínum. Það er því í höndum golfklúbbanna sjálfra að útfæra það samkomubann sem gildir hverju sinni um starfsemi þeirra í golfskálunum. Þó er mælst til þess að sturtuaðstaða og búningsherbergi verði lokuð. 

Æfingasvæði: Það er álit hópsins að klúbbar þurfi að vanda sig til að koma í veg fyrir smithættu á æfingasvæðum. Sameiginlega snertifleti skal sótthreinsa eins og best er kostur. 

1. Nauðsynlegt er að sótthreinsa golfbolta eftir hverja notkun. Við mælumst til þess að boltar séu settir í sótthreinsilög. (https://kemi.is/verslun/landbunadur/sotthreinsiefni-landbunadur/virkon-s-sotthreinsiefni/

2. Einnig er nauðsynlegt að hafa við höndina sótthreinslög til að hreinsa körfur og sameiginlega snertihnappa á boltavélum. (https://kemi.is/verslun/landbunadur/sotthreinsiefni-landbunadur/bactan-4-sotthreinsiefni/

3. Tveir metrar skulu vera á milli æfingamotta. 

Mikilvægt er að virða tilmæli sóttvarnalæknis og landlæknis meðan samkomubannið varir! 


Tillaga að staðarreglum vegna samkomubanns frá 4. maí 

Flaggstöng (Covid-19 frávik) Óheimilt er að snerta flaggstöngina eða fjarlægja hana úr holunni. Ef flaggstöngin er snert fyrir slysni er það vítalaust. 

Bolti í holu (Covid-19 frávik) Við þær aðstæður þar sem holan er fóðruð að innan, t.d. með svamphólk, og boltinn er í holunni, en ekki allur undir yfirborði flatarinnar þá er hann í holu. Meiri líkur en minni eru að hann hvíli upp við flaggstöngina og þá gildir regla 13.2c. 

Bætt lega í glompu, færa um lengd kylfugrips (Covid-19 frávik) Þar sem hrífur hafa verið fjarlægðar úr glompu og ástand hennar er mjög ójafnt þá má leikmaður taka vítalausa lausn einu sinni áður en höggið er slegið, með því að leggja upphaflega boltann innan lausnarsvæðis og leika honum þaðan. 

o Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1) o Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: lengd kylfugrips (ekki pútter) frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum: o Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis 

▪ Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og 

▪ Það verður að vera í glompunni. Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e. Víti fyrir að leika bolta á röngum stað í bága við staðarregluna: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a. 

Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti (Höggleikur – tvö högg, Holukeppni – holutap

Að öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association” 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ