Auglýsing

Landsliðshópur GSÍ kom saman nýverið í æfingabúðir sem Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri Golfsambands Íslands stýrði.

„Það var virkilega ánægjulegt að halda áfram vinnunni með okkar fremstu kylfingum um helgina. Flestir kylfingar eru að hefja núna nýtt tímabil eftir stutta pásu og ég skynja mikla eftirvæntingu fyrir vetrinum,“ segir Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, sem valdi á dögunum 43 leikmenn í landsliðshóp GSÍ.

Nánar hér:

Landsliðsæfingabúðir fara fram einu sinni í mánuði yfir veturinn þar sem megináhersla er lögð á fjölbreytta fræðslu og keppnislíkar æfingar. Hápunktur vetrarins er svo í janúar þegar landsliðshópurinn heldur í æfingaferð til Spánar.

Hópurinn hittist í fyrsta sinn á þessum vetri helgina 11.-13. nóvember.

Fyrsta lotan fór fram föstudaginn 11. nóvember í Háskólanum í Reykjavík þar sem Ólafur fór yfir kynningu á starfseminni í bland við fræðslu um ýmislegt sem tengist afreksgolfi.

Laugardaginn 12. nóvember fóru fram æfingar aðstöðu GKG í Kórnum og í knattspyrnuhúsinu Fellinu í Mosfellsbæ. Sunnudaginn 13. nóvember æfði hópurinn í aðstöðu Keilis í Hraunkoti og fóru þar meðal annars í líkamsþjálfun með Baldri Gunnbjörnsyni sjúkraþjálfara.

Ólafur Björn segir ennfremur að margir af fremstu kylfingum landsins hafi tekið framförum undanfarið og uppskeran sé í takt mikla vinnu á æfingasvæðinu.

„Það er frábært að finna þennan mikla eldmóð hjá þeim og auðveldar svo sannarlega okkar hlutverk að skapa sem bestu umgjörð fyrir þá. Við erum mjög þakklát fyrir allan þann stuðning sem okkur er veittur og hlökkum mikið til að halda áfram að styðja sem best við okkar hæfileikaríku kylfinga,” segir Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ