Golfsamband Íslands

Landslið Íslands á HM á Írlandi eru þannig skipuð

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið landslið Íslands sem keppa á  heimsmeistaramóti áhugamanna í lok ágúst og byrjun september.

Heimsmeistaramótið fer fram á Carton House, Maynooth, rétt við Dublin á Írlandi. Keppnisvellirnir heita Montgomerie og O’Meara.

HM kvenna eða Espirito Santo Trophy, hefst 29. ágúst og stendur til 1. september.

Landslið Íslands verður þannig skipað:
Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), og Saga Traustadóttir (GR).

HM karla eða Eisenhower Trophy, hefst 5. september og stendur til 8. september.

Landslið Íslands verður þannig skipað:
Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GKB), Gísli Sveinbergsson (GK).

Ragnhildur Kristinsdóttir GR MyndHari
Helga Kristín
Saga Traustadóttir GR Myndsethgolfis
Aron Snær Júlíusson GKG
Bjarki Pétursson Myndsethgolfis
Gísli Sveinbergsson
Exit mobile version