Site icon Golfsamband Íslands

Landslið +70 endaði í 12. sæti á EM í Tékklandi

Landslið kylfinga 70 ára og eldri keppti í síðustu viku í Tékklandi við önnur landslið í Evrópu. Alls voru 19 lið í keppninni. Landsliðið Íslands stóð  sig með ágætum og endaði í 12 sæti.

Keppt var á Cihelny golfvellinum sem er rétt hjá bænum Karlovy Vari. Tvo fyrstu dagana var spilaður betri bolti í fjórleik en síðasta daginn var einstaklingskeppni. Völlurinn var frábær og allur aðbúnaður og umgjörð til fyrirmyndar hjá Tékkum.

Í landsliði kylfinga 70 ára og eldri voru Atli Ágústsson, Dónald Jóhannsson, Guðjón Sveinsson sem var liðsstjóri, Guðlaugur R. Jóhannesson, Ragnar Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Fararstjóri var Baldur Gíslason.

Exit mobile version