Dómaranefnd GSÍ fyrirhugar að halda landsdómaranámskeið í vetur og landsdómarapróf í vor, ef næg þátttaka fæst.
Undirbúningsnámskeið fyrir landsdómaraprófið verður skipulagt í vetur og er þátttaka þátttakendum að kostnaðarlausu.
Samkvæmt reglugerð um dómaranefnd GSÍ þarf eftirfarandi skilyrðum að vera fullnægt til að mega þreyta landsdómaraprófið:
- Að hafa haft héraðsdómararéttindi samfellt í a.m.k. þrjú ár, og
- Að hafa sinnt dómgæslu á golfmótum í samanlagt að lágmarki 10 daga á þriggja ára tímabili.
Námskeiðið fer fram á netinu og verður allt kennsluefni á íslensku. Til að öðlast rétt til að þreyta landsdómaraprófið í vor þarf að skila a.m.k. 70% verkefna á námskeiðinu. Þátttaka í námskeiðinu skuldbindur þó engan til að taka prófið.
Tímaáætlunin er í megindráttum eftirfarandi:
Undirbúningsfundur á netinu verður haldinn snemma í janúar.
Kennsla fer fram í janúar – maí 2026.
Landsdómarapróf verður haldið í maí, og verður dagsetning ákveðin í samráði við nemendur.
Áskilinn er réttur til að fella námskeiðið niður ef þátttaka verður of lítil. Jafnframt er áskilinn réttur til að afskrá þátttakendur sem ekki uppfylla skilyrði um skil verkefna.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is fyrir 15.desember þar sem fram kemur: nafn, golfklúbbur og netfang. Þeir dómarar sem ekki hafa skilað starfsskýrslum dómara fyrir umrætt tímabil þurfa að senda yfirlit yfir dómgæslu síðustu ára. Dómaranefnd notar starfsskýrslur til að meta umsækjendur, en mun skoða undanþágur fyrir þá sem ekki hafa sent inn starfsskýrslur en senda inn yfirlit með umsókninni.
