/

Deildu:

Auglýsing

Sigurbrandur Dagbjartsson, faðir Dagbjarts Sigurbrandssonar kylfings úr GR, fékk golfbolta í höfuðið í gær á 15. flöt Vestmannaeyjavallar. Höggið var mikið og blæddir talsvert úr sárinu á höfði Sigurbrands. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þar sem gert var að sárum hans.

Sigurbrandur var með húfu á höfðinu og segir hann að það hafi bjargað miklu. Hann bar sig vel þegar golf.is ræddi við hann í morgun í Vestmannaeyjum og var klár í slaginn með syni sínum á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi.

Benedikt Sveinsson, kylfingur úr GK, fékk einnig bolta í sig í gær á fyrsta keppnisdeginum. Benedikt var einnig staddur við 15. flötina en boltinn sem hann fékk í sig kom frá 13. teig. Höggið var einnig mikið og var óvíst um tíma hvort Benedikt gæti haldið áfram keppni. Hann fékk góða aðstoð frá þjálfara Keilismann, Björgvini Sigurbergssyni, og hélt Benedikt áfram keppni – og er mættur til leiks á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ