Á myndinni frá vinstri: Anna Sólveig, Karen, Ragnhildur, Sunna, Guðrún Brá og Heiða.
Auglýsing

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur á undanförnum vikum undirbúið sig af krafti fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer í Danmörku 7.– 11. júlí í Danmörku. Liðið hefur m.a. leikið keppnisgolf í KPMG-bikarnum og hugað að öðrum þáttum leiksins með margvíslegum hætti.

Landsliðið fór í vikunni í Laugar Spa, sem er glæsileg fyrsta flokks heilsulind með baðstofu að evrópskri fyrirmynd þar sem slökunar- og lækningamáttur vatnsins er í hávegum hafður.

Kvennalandslið endaði í 16. sæti á síðasta Evrópumóti og var hársbreidd frá því að leika í A-riðli. Nokkrar breytingar eru á liðinu í ár þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari í golfi er ekki lengur gjaldgeng þar sem hún er atvinnukylfingur. Þrír nýliðar eru í liðinu; Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Heiða Guðnadóttir (GM) og Karen Guðnadóttir (GS) en þær Karen og Heiða eru systur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Sunna Víðisdóttir (GR) voru allar með í fyrra í keppninni þegar leikið var í Slóveníu.

Þjálfari liðsins er Björgvin Sigurbergsson og liðsstjóri/sjúkraþjálfari er Hulda Soffía Hermannsdóttir.

Kvennalandsliðið keppir á Helsingör golfvellinum, sem er einn af þeim elstu í Danmörku. Leikið verður ýmist af fremri og aftari teigum, og er heildarlengd vallarins í mótinu 5361 metri.  Mótið fer fram 7.- 11. júlí. Í mótinu keppa 21 þjóðir, og verður raðað í A, B og C riðil (8, 8 og 5 þjóðir) eftir 36 holu höggleik.

Þar eftir verður leikin holukeppni, þjóð gegn þjóð.  Í A riðli eru leiknar tvær umferðir á dag, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi. Í B og C riðli er leikin ein umferð á dag, einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar.

Á myndinni frá vinstri: Anna Sólveig, Karen, Ragnhildur, Sunna, Guðrún Brá og Heiða.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ