Golfsamband Íslands

Ísland endaði í 43.-44. sæti á HM kvenna – Suður-Kórea heimsmeistarar

Signý Arnórsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir. Mynd/ulfar@golf.is

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 43.-44. sæti á Heimsmeistsaramóti áhugakylfinga sem lauk í Mexíkó í gærkvöld. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum +12 og endaði í 48. sæti. Ísland lék samtals á +47 eða 623 höggum en tvö bestu skorin á hverjum hring töldu.

48. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir 79-76-69-76= 300 högg +12.
132. sæti: Berglind Björnsdóttir 77-89-77-81 = 325 högg +37.
138. sæti: Signý Arnórsdóttir 79-90-79-84 = 329 högg +41.

Suður-Kórea sigraði með yfirburðum á HM en samtals lék liðið á -29 höggum undir pari vallar eða 547 höggum. Suður-Kórea varði þar með HM-titilinn frá árinu 2014 en liðið hefur varið titil tvívegis í röð og fagnaði því Heimsmeistaratitlinum í þriðja sinn í röð og þetta er í fjórða sinn sem Suður-Kórea sigrar á HM (1996, 2010, 2012 og 2014).

Sviss varð í öðru sæti á 568 höggum eða -8 og í þriðja sæti varð lið Íra á -7 samtals eða 569 höggum.

Skorið á HM í liðakeppninni: 

Skorið í einstaklingskeppninni: 

screen-shot-2016-09-18-at-8-08-31-am

3. keppnisdagur: 

Íslenska liðið bætti sig um 20 högg frá öðrum keppnisdeginum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék frábært golf og lék á 69 höggum eða -3. Berglind Björnsdóttir úr GR lék á 77 höggum eða +5. Signý Arnórsdóttir úr Keili lék á 79 höggum eða +7. Tvö bestu skorin telja á hverjum hring.

„Fyrstu tveir keppnisdagarnir voru mjög erfiðir en við náðum að sýna hvað í okkur býr í dag. Við eigum sem lið meira inni og það er einn dagur eftir. Við ætlum að klára þetta mót vel. Hvað sjálfa mig varðar þá var þetta mjög öruggur hringur og ég nýtti fuglafærin mín vel, “ sagði Guðrún Brá við golf.is í kvöld.
[pull_quote_right]Guðrún Brá: „Við ætlum að klára þetta mót vel.“ [/pull_quote_right]

Keppni er ekki lokið í dag á þriðja keppnisdegi en Ísland hefur nú þegar farið upp um fimm sæti og situr nú í 42. sæti af alls 55 þjóðum sem taka þátt.

Keppt er á Riveria Maya golfvallasvæðinu í Mexíkó. Mótið ber nafnið Espirito Santo Trophy og er þetta í 27. sinn sem mótið fer fram.

 

Skorið á HM í liðakeppninni: 

Skorið í einstaklingskeppninni: 

Keppnin fer fram á tveimur völlum, Mayakoba El Camaleon og Iberostar Playa Paraiso og lýkur keppninni á laugardaginn.

HM kvenna í Mexíkó Myndulfargolfis

Heimasíða mótsins: 

Að þessu sinni eru 55 þjóðir sem taka þátt á HM áhugakylfinga og er það met. Fyrra metið var 53 þjóðir í Tyrklandi árið 2012. Tvær þjóðir senda lið til keppni í fyrsta sinn á HM en það eru Búlgaría og Marokkó.
Ástralía hefur titil að verja en Suður-Kórea fagnaði HM-titlinum 2010 og 2012.

Margir af keppendum sem tóku þátt á EM kvenna hér á landi í júlí á þessu ári eru á meðal keppenda. Stigahæstu kylfingarnir á áhugamannalistanum í kvennaflokki eru í Mexíkó og einnig eru margir kylfingar sem tóku þátt á ÓL í Ríó í Brasilíu nýverið.

Rose Tarpley frá Guam (54) er elsti keppandinn á HM og Elvira Rastvortseva (13) frá Úkraínu er sú yngsta. Dottie Ardina frá Filipseyjum var 12 ára þegar hún tók þátt árið 2006 á HM. Tiffany Chan frá Hong Kong er að taka þátt á sínu fimmta HM. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í hópi sex keppenda sem eru að taka þátt á sínu fjórða HM. Metið á þessu sviði á Elisabeth Nickhorn frá Brasilíu sem tók 13 sinnum þátt á HM.

Árangur Íslands á HM frá upphafi:

2016: 43.-44. sæti af alls 55 þjóðum.
2014: 29. sæti af alls 50 þjóðum.
2012: 36. sæti af alls 53 þjóðum.
2010: 42. sæti af alls 52 þjóðum.
2008: 41. sæti af alls 48 þjóðum.
2006: 33. sæti af alls 42 þjóðum.
2004: Tóku ekki þátt.
2002: Tóku ekki þátt.
2000: 32. sæti af alls 32 þjóðum.
1998: Tóku ekki þátt.
1996: Tóku ekki þátt.
1994: 24. sæti af alls 29 þjóðum.
1992: Tóku ekki þátt.
1990: Tóku ekki þátt.

Signý Arnórsdóttir
Berglind Björnsdóttir
Signý Arnórsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir

Exit mobile version