GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020.

Kjörinu var lýst þann 6. janúar s.l. Cecilia Rán Rúnarsdóttir, knattspyrnukona úr Fylki, var kjörin íþróttakona ársins í Mosfellsbæ.

Kristófer Karl náði frábærum árangri á árinu 2020. Hann varð Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs í holukeppni og höggleik. Hann varð einnig stigameistari í þessum aldursflokki á unglingamótaröð GSÍ. Kristófer Karl er klúbbmeistari GM 2020 en hann valinn í A-landsliði karla sem tók þátt á EM í liðakeppni í Hollandi þar sem að Ísland endaði í 9. sæti.

Kjörið fór fram í 29. sinn og fór athöfnin fram í nýrri íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Deildu:

Auglýsing