Korpubikarinn í samvinnu við First Water hefst föstudaginn 18. júlí á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er fimmta mót tímabilsins á GSÍ mótaröðinni og verða leiknar 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur dögum.
Keppendahópurinn er gríðarlega sterkur, en mótið er það síðasta fyrir Íslandsmótið í golfi.
Í karlaflokki eru 64 keppendur. Þar er meðalforgjöf keppenda +1.16, lægsta forgjöfin er +5.6 og hæsta forgjöfin er 4.3. Í karlaflokki eru 45 keppendur með 0 eða lægra í forgjöf.
Landsliðskylfingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson, Tómas Eiríksson Hjaltested, Böðvar Bragi Pálsson og Logi Sigurðsson eru allir á meðal þátttakenda og mæta ferskir úr Evrópumótinu, sem fór fram um síðustu helgi. Tómas er efsti kylfingur stigalistans og stefnir að því að styrkja stöðu sína fyrir Íslandsmótið. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í golfi, Aron Snær Júlíusson er einnig á meðal keppenda, sem og atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Í kvennaflokki eru 24 keppendur. Meðalforgjöfin er 1.88, lægsta forgjöfin er +3.1 en sú hæsta er 5.6.
Landsliðskylfingarnir Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Elsa Maren Steinarsdóttir eru á meðal keppenda. Þetta er fyrsta mót Perlu á mótaröðinni í sumar, en hún er á leið í háskólagolfið í Bandaríkjunum eftir tímabilið. Heiðrún Anna hefur unnið öll þrjú mótin sem hún hefur spilað á í sumar, og hyggst bæta því fjórða í safnið um helgina. Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, er einnig á meðal keppenda.
Keppendur eru alls 88, og koma þeir frá 9 klúbbum víðsvegar af landinu.
GR er með flesta eða 33 alls, GK og GKG eru báðir með 12 keppendur. Sex klúbbar eru með keppendur í kvenna- og karlaflokki.
Klúbbur | Konur | Karlar | Samtals | |
1 | GHG | 0 | 1 | 1 |
2 | GK | 3 | 9 | 12 |
3 | GKG | 5 | 7 | 12 |
4 | GL | 0 | 1 | 1 |
5 | GM | 4 | 5 | 9 |
6 | GOS | 2 | 5 | 7 |
7 | GR | 9 | 24 | 33 |
8 | GS | 1 | 8 | 9 |
9 | NK | 0 | 4 | 4 |
Fornafn | Eftirnafn | Klúbbur | Forgjöf | |
1 | Perla Sól | Sigurbrandsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | +3.1 |
2 | Heiðrún Anna | Hlynsdóttir | Golfklúbbur Selfoss | +2.1 |
3 | Auður Bergrún | Snorradóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | +0.5 |
4 | Elsa Maren | Steinarsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | +0.2 |
5 | Ragnhildur | Sigurðardóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 0.3 |
6 | Fjóla Margrét | Viðarsdóttir | Golfklúbbur Suðurnesja | 0.3 |
7 | Heiða Rakel | Rafnsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 0.9 |
8 | Guðrún Birna | Snæþórsdóttir | Golfklúbburinn Keilir | 1 |
9 | Marianna | Ulriksen | Golfklúbburinn Keilir | 1 |
10 | Berglind | Björnsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.2 |
11 | Una Karen | Guðmundsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1.2 |
12 | Karen Lind | Stefánsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1.3 |
13 | Þóra Sigríður | Sveinsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.4 |
14 | Embla Hrönn | Hallsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2 |
15 | Ninna Þórey | Björnsdóttir | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2.3 |
16 | Ásdís | Valtýsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2.3 |
17 | Nína Margrét | Valtýsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2.7 |
18 | Auður | Sigmundsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 3.3 |
19 | Margrét Jóna | Eysteinsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 4 |
20 | Erla Rún | Kaaber | Golfklúbbur Selfoss | 4 |
21 | Tinna Alexía | Harðardóttir | Golfklúbburinn Keilir | 5.2 |
22 | Hekla Ingunn | Daðadóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 5.5 |
23 | Gabríella Neema | Stefánsdóttir | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 5.5 |
24 | Karitas Líf | Ríkarðsdóttir | Golfklúbbur Reykjavíkur | 5.6 |
Fornafn | Eftirnafn | Klúbbur | Forgjöf | |
1 | Dagbjartur | Sigurbrandsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +5.6 |
2 | Tómas Eiríksson | Hjaltested | Golfklúbbur Reykjavíkur | +5.4 |
3 | Guðmundur Ágúst | Kristjánsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +4.9 |
4 | Jóhann Frank | Halldórsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +4.5 |
5 | Sigurður Bjarki | Blumenstein | Golfklúbbur Reykjavíkur | +4.4 |
6 | Aron Emil | Gunnarsson | Golfklúbbur Selfoss | +4.4 |
7 | Aron Snær | Júlíusson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | +4 |
8 | Sveinn Andri | Sigurpálsson | Golfklúbbur Suðurnesja | +4 |
9 | Daníel Ísak | Steinarsson | Golfklúbburinn Keilir | +4 |
10 | Arnór Ingi | Finnbjörnsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +3.7 |
11 | Jóhannes | Guðmundsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +3.7 |
12 | Kristófer Orri | Þórðarson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | +3.7 |
13 | Andri Þór | Björnsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +3.5 |
14 | Hákon Örn | Magnússon | Golfklúbbur Reykjavíkur | +3.3 |
15 | Svanberg Addi | Stefánsson | Golfklúbburinn Keilir | +3.3 |
16 | Böðvar Bragi | Pálsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +3.2 |
17 | Ragnar Már | Garðarsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | +2.8 |
18 | Breki Gunnarsson | Arndal | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | +2.7 |
19 | Logi | Sigurðsson | Golfklúbbur Suðurnesja | +2.6 |
20 | Arnór Tjörvi | Þórsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +2.6 |
21 | Birgir Björn | Magnússon | Golfklúbburinn Keilir | +2.5 |
22 | Elvar Már | Kristinsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +2.4 |
23 | Páll Birkir | Reynisson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +2.4 |
24 | Róbert Leó | Arnórsson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | +2.3 |
25 | Kristófer Karl | Karlsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | +2.2 |
26 | Andri Már | Óskarsson | Golfklúbbur Selfoss | +2.2 |
27 | Hjalti Hlíðberg | Jónasson | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | +1.9 |
28 | Ólafur Marel | Árnason | Nesklúbburinn | +1.8 |
29 | Róbert Smári | Jónsson | Golfklúbbur Suðurnesja | +1.7 |
30 | Pétur Þór | Jaidee | Golfklúbbur Suðurnesja | +1.4 |
31 | Viktor Ingi | Einarsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +1.2 |
32 | Kjartan Óskar | Guðmundsson | Nesklúbburinn | +1.1 |
33 | Björn Viktor | Viktorsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +1 |
34 | Einar Bjarni | Helgason | Golfklúbbur Reykjavíkur | +0.9 |
35 | Björgvin | Sigmundsson | Golfklúbbur Suðurnesja | +0.9 |
36 | Ingi Þór | Ólafson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | +0.8 |
37 | Heiðar Snær | Bjarnason | Golfklúbbur Selfoss | +0.6 |
38 | Axel | Ásgeirsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | +0.6 |
39 | Tómas Hugi | Ásgeirsson | Golfklúbburinn Keilir | +0.5 |
40 | Tristan Freyr | Traustason | Golfklúbburinn Leynir | +0.4 |
41 | Andri Már | Guðmundsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | +0.2 |
42 | Halldór | Jóhannsson | Golfklúbburinn Keilir | +0.1 |
43 | Birkir Thor | Kristinsson | Golfklúbburinn Keilir | 0 |
44 | Daníel Breki | Sverrisson | Golfklúbburinn Keilir | 0 |
45 | Halldór Viðar | Gunnarsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 0.1 |
46 | Bjarni Freyr | Valgeirsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 0.1 |
47 | Skarphéðinn Egill | Þórisson | Nesklúbburinn | 0.1 |
48 | Hjalti | Jóhannsson | Golfklúbburinn Keilir | 0.2 |
49 | Máni Páll | Eiríksson | Golfklúbbur Selfoss | 0.4 |
50 | Arnór Daði | Rafnsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 0.6 |
51 | Fannar Ingi | Steingrímsson | Golfklúbbur Hveragerðis | 0.6 |
52 | Kristinn Sölvi | Sigurgeirsson | Golfklúbbur Selfoss | 0.9 |
53 | Stefán Þór | Hallgrímsson | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 1 |
54 | Karl Ottó | Olsen | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.1 |
55 | Jóhannes | Sturluson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.2 |
56 | Guðmundur Freyr | Sigurðsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 1.3 |
57 | Óliver Máni | Scheving | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 1.6 |
58 | Þorsteinn Brimar | Þorsteinsson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 1.6 |
59 | Víkingur Óli | Eyjólfsson | Golfklúbburinn Keilir | 2 |
60 | Kjartan Sigurjón | Kjartansson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2.7 |
61 | Gunnar Þórður | Jónasson | Golfklúbbur Reykjavíkur | 3.3 |
62 | Stefán Júlían | Sigurðsson | Golfklúbbur Suðurnesja | 3.9 |
63 | Benedikt Sveinsson | Blöndal | Nesklúbburinn | 4.1 |
64 | Ragnar | Olsen | Golfklúbbur Suðurnesja | 4.3 |