/

Deildu:

Kolbrún Stefánsdóttir nýkjörinn formaður LEK
Auglýsing

Aðalfundur LEK var haldinn í golfskálanum í Grafarholti í dag. Helstu tíðindi af fundinum voru þau að kosinn var nýr formaður og er það Kolbrún Stefánsdóttir úr GKG. Aðrir í stjórn voru kosin þau Guðjón Sveinsson, Gunnar Árnason, Sveinn Jónsson, Magdalena Sirrý Þórisdóttir Tómas Hallgrímsson og Guðmundur Ágúst Guðmundsson. Er formanni og allri stjórninni óskað velfarnaðar í komandi starfi fyrir LEK.

Fundargerð aðlafundar og önnur gögn verða á næstunni aðgengileg hér á síðunni.

Á aðalfundinum voru afhent verðlaun til þeirra kylfinga sem báru sigur úr býtum í Öldungamótaröð LEK með forgjöf. Í flokki kvenna sigraði Ágústa Dúa Jónsdóttir og í flokki karla sigraði Ragnar Gíslason. Jón Haukur Guðlaugsson og Ásgerður Sverrisdóttir sem sigruðu án forgjafar fengu sín sigurlaun á lokahófi GSÍ.

Ragnar, Guðjón og Ágústa.
Ragnar Gíslason, Guðjón Sveinsson og Ágústa Dúa Jónsdóttir.

 

Frá aðalfundi LEK.
Frá aðalfundi LEK.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ