Saga Traustadóttir, GKG og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR. Íslandsmeistarar í holukeppni 2022. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Fyrirkomulagi Íslandsmótsins í holukeppni verður umbylt en stjórn GSÍ samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 20. mars 2023.

Í stað riðlakeppni og útsláttarkeppni 32 keppenda af hvoru kyni munu nú a.m.k. 42 keppendur af hvoru kyni geta tekið þátt í 36 holu undankeppni í höggleik.

Að henni lokinni fara 16 efstu keppendurnir í hreina útsláttarkeppni í holukeppni.

Allar upplýsingar um mótið er að finna í reglugerðinni hér fyrir neðan.

Íslandsmótið í holukeppni 2023 í fullorðinsflokki fer fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness 21.-23. júlí 2023.

Verði ekki full skráning í annan flokkinn skal fjölgað í hinum flokknum sem því nemur. Mótsstjórn er heimilt að halda undankeppni um fjögur síðustu sætin í hvorum flokki ef umframskráning verður í viðkomandi flokki sem nemur a.m.k. sex sætum. Undankeppnin er 18 holu höggleikur án forgjafar og ákveður mótsstjórn leikstað, tíma og nánari reglur um t.d. lágmarksfjölda þátttakenda. Nánar í reglugerðinni hér fyrir neðan.

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

  • 1988 Úlfar Jónsson, GK (1)
  • 1989 Sigurður Pétursson, GR (1)
  • 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1)
  • 1991 Jón H Karlsson, GR (1)
  • 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1)
  • 1993 Úlfar Jónsson, GK (2)
  • 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1)
  • 1995 Örn Arnarson, GA (1)
  • 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2)
  • 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1)
  • 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2)
  • 1999 Helgi Þórisson, GS (1)
  • 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3)
  • 2001 Haraldur Heimisson, GR (1)
  • 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1)
  • 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)
  • 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3)
  • 2005 Ottó Sigurðsson, GKG(1)
  • 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1)
  • 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2)
  • 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1)
  • 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1)
  • 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4)
  • 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1)
  • 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1)
  • 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1)
  • 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2)
  • 2015 Axel Bóasson, GK (1)
  • 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1)
  • 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1)
  • 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1)
  • 2019: Rúnar Arnórsson, GK (2)
  • 2020: Axel Bóasson, GK (2)
  • 2021: Sverrir Haraldsson, GM (1)
  • 2022: Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (1)

Kvennaflokkur:

  • 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1)
  • 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1)
  • 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1)
  • 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2)
  • 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3)
  • 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2)
  • 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4)
  • 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1)
  • 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2)
  • 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3)
  • 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3)
  • 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4)
  • 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4)
  • 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5)
  • 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
  • 2003 Helga Rut Svanbergsdóttir, GKj./GM (1)
  • 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5)
  • 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (6)
  • 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1)
  • 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2)
  • 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1)
  • 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1)
  • 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1)
  • 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1)
  • 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2)
  • 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2)
  • 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1)
  • 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1)
  • 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1)
  • 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1)
  • 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1)
  • 2019: Saga Traustadóttir, GR (1)
  • 2020: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3)
  • 2021: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (2)
  • 2022: Saga Traustadóttir, GKG (2).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ