Site icon Golfsamband Íslands

Keppnisfyrirkomulaginu á Íslandsmótinu í holukeppni umbylt með nýrri reglugerð

Saga Traustadóttir, GKG og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR. Íslandsmeistarar í holukeppni 2022. Mynd/seth@golf.is

Fyrirkomulagi Íslandsmótsins í holukeppni verður umbylt en stjórn GSÍ samþykkti breytinguna á fundi sínum þann 20. mars 2023.

Í stað riðlakeppni og útsláttarkeppni 32 keppenda af hvoru kyni munu nú a.m.k. 42 keppendur af hvoru kyni geta tekið þátt í 36 holu undankeppni í höggleik.

Að henni lokinni fara 16 efstu keppendurnir í hreina útsláttarkeppni í holukeppni.

Allar upplýsingar um mótið er að finna í reglugerðinni hér fyrir neðan.

Íslandsmótið í holukeppni 2023 í fullorðinsflokki fer fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness 21.-23. júlí 2023.

Verði ekki full skráning í annan flokkinn skal fjölgað í hinum flokknum sem því nemur. Mótsstjórn er heimilt að halda undankeppni um fjögur síðustu sætin í hvorum flokki ef umframskráning verður í viðkomandi flokki sem nemur a.m.k. sex sætum. Undankeppnin er 18 holu höggleikur án forgjafar og ákveður mótsstjórn leikstað, tíma og nánari reglur um t.d. lágmarksfjölda þátttakenda. Nánar í reglugerðinni hér fyrir neðan.

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

Kvennaflokkur:

Exit mobile version