Frá Þorláksvelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Keppnisdagskrá Landssamtaka eldri kylfinga fyrir árið 2024 liggur fyrir. Alls eru 8 mót á dagskrá á mótaröðinni og eru 7 þeirra eru í umsjón LEK. Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili Íslandsmótsins í aldursflokkum +50 og +65 sem fram fer 27.-29. júní á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. 

Fyrsta mót tímabilsins fer fram sunnudaginn 26. maí og eru 180 keppendur skráðir til leiks. Síðasta mót tímabilsins fer fram um miðja september en dagskráin er hér fyrir neðan. 

DagsetningVöllur
26. maí.LEK-mótaröðin (1)Korpúlfsstaðavöllur, GR
8. júní. LEK-mótaröðin (2)Þorláksvöllur, GÞ.
9. júní. LEK-mótaröðin (3)Hamarsvöllur, GB.
15. júní. LEK-mótaröðin (4)Kirkjubólsvöllur, GSG
27.-29. júní. Íslandsmót +50 og +65 (5)Leirdalsvöllur, GKG
11. ágúst. LEK-mótaröðin (6)Leirdalsvöllur, GKG.
31. ágúst. LEK-mótaröðin (7)Garðavöllur, GL.
15. september. LEK-mótaröðin (8)Strandarvöllur, GHR.

Evrópumót einstaklinga 50 ára og eldri

Evrópumót einstaklinga 50 ára og eldri fer fram í Lúxemborg dagana 13.-15. júní. GSÍ gefst kostur að velja 2 karla og 1 konu til þátttöku í mótinu. Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB, Hjalti Pálmason, GM og Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG taka þátt í mótinu. 

Nýjar valreglur taka gildi fyrir Evrópumót 50 ára og eldri

GSÍ hefur skráð karla- og kvennalið Íslands til leiks á Evrópumóti landsliða sem verður haldið í september. Karlarnir keppa í Búlgaríu og konurnar í Slóveníu. Afreksnefnd GSÍ hefur samþykkt nýjar valreglur landsliða 50 ára og eldri og búið til valreglur fyrir Evrópumót einstaklinga 50 ára og eldri. 

Smelltu hér fyrir valreglur landsliða 50 ára og eldri 2024 (liðakeppni EGA)

Smelltu hér fyrir valreglur Evrópumóts einstaklinga 50 ára og eldri. 

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ