/

Deildu:

Eimskipsmótaröðin
Auglýsing

Keppnisdagskráin fyrir Eimskipsmótaröðina 2015 liggur nú fyrir og verður fyrsta mótið af alls sex á Hólmsvelli í Leiru. Fyrsta mótið fer fram dagana 23.-24. maí og verða leiknar 54 holur. Öll mótin telja til stiga á heimslista áhugamanna. Íslandsmótið í golfi fer fram á Garðavelli á Akranesi og Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Keppt er í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Keppnisdagskráin lítur þannig út:

23-24. maí: Hólmsvöllur í Leiru, Egils Gull mótið (1) – 36 holur á laugardegi, 18 á sunnudegi.

29.-31. maí: Vestmannaeyjavöllur, Securitasmótið (2) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.

12.-14. júní: Hlíðavöllur í Mosfellsbæ, Símamótið (3) – 18 holur á dag á þremur keppnisdögum.

19.-21. júní: Jaðarsvöllur á Akureyri (4) – Íslandsmótið í holukeppni. Riðlakeppni á föstudegi og fyrir hádegi á laugardegi. Átta manna úrslit eftir hádegi á laugardegi, undanúrslit og úrslit á sunnudegi.

23.-26. júlí: Garðavöllur á Akranesi (5) – Íslandsmótið í golfi, Eimskipsmótið. 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum.

22.-23. ágúst: Urriðavöllur – Oddur, Nýherjamótið (6) – 36 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ