/

Deildu:

Sigursveit Keilis 2016: Frá vinstri: Henning Darri Þórðarson, Gísli Sveinbergsson, Rúnar Arnórsson, Vikar Jónasson, Sigurþór Jónsson, Axel Bóasson, Benedikt Sveinsson, Andri Páll Ásgeirsson og Björgvin Sigurbergsson liðsstjóri og þjálfari GK. Mynd/Grímur Kolbeinsson.
Auglýsing

Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2016 sem lauk í dag á Korpúlfstaðavelli. Keilir sigraði GKG í úrslitaleik 4-1.

GR varð í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leikum bronsverðlaunin en GM hafði titil að verja í þessari keppni.  Golfklúbbur Setbergs og Golfklúbbur Borgarness féllu úr 1. deild.

Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson sigruðu Alfreð Brynjar Kristinsson og Egil Ragnar Gunnarsson í fjórmenningsleiknum 4/1, Axel Bóasson bætti við einum sigri fyrir Keili gegn Aroni Snæ Júlíussyni 5/4 og Gísli Sveinbergsson tryggði sigurinn með 4/3 sigri gegn Ragnari Má Garðarssyni. Tveimur leikjum var þá ekki lokið og sömdu þeir um jafntefli en þar áttu við Birgir Leifur Hafþórsson, GKG – Vikar Jónasson GK, Rúnar Arnórsson GK og Ólafur Björn Loftsson GKG.

Þetta er í 14. sinn sem Keilir fagnar sigri í þessari keppni sem fékk nýtt nafn í vor en hét áður Sveitakeppni GSÍ. Keilir hefur sigrað á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild í þrjú skipti á síðustu fjórum árum. GM hafði titil að verja í þessari keppni.

Sigrar Keilis á Íslandsmóti golfklúbba: (1971, 1977, 1978, 1988, 1989, 1990, 1991, 1993, 2000, 2008, 2013, 2014, 2016)


Lokastaðan:

1.Golfklúbburinn Keilir
2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab.
3. Golfklúbbur Reykjavíkur
4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar
5. Golfklúbburinn Jökull
6. Golfklúbbur Kiðjabergs
7.Golfklúbbur Borgarness
8. Golfklúbbur Setbergs

Öll úrslit úr 1. deild karla má nálgast hér:

2. deild karla – Garðavöllur Akranesi. 

GL og GFB/GHD léku til úrslita um titilinn og eru örugg með sæti í 1. deild.

Lokastaðan:

 1. Golfklúbburinn Leynir
 2. Golfklúbburinn Hamar Dalvík/Golfklúbbur Fjallabyggðar.
 3. Golfklúbbur Selfoss
 4. Nesklúbburinn
 5. Golfklúbbur Akureyrar
 6. Golfklúbbur Vestmannaeyja
 7. Golfklúbbur Suðurnesja*
 8. Golfklúbbur Grindavíkur*

*GS og GG falla í 3. deild.

Öll úrslit úr 2. deild karla má nálgast hér:

igursveit Leynis: Frá vinstri: Þórður Emil Ólafsson, Kristján Kristjánsson, Willy Blumenstein, Alexander Högnason liðsstjóri, Davíð Búason, Ingi Fannar Eiríksson, Axel Fannar Elvarsson, Hróðmar Halldórsson og Stefán Orri Ólafsson.
Sigursveit Leynis Frá vinstri Þórður Emil Ólafsson Kristján Kristjánsson Willy Blumenstein Alexander Högnason liðsstjóri Davíð Búason Ingi Fannar Eiríksson Axel Fannar Elvarsson Hróðmar Halldórsson og Stefán Orri Ólafsson

3. deild karla – Katlavöllur Húsavík:

GN og GÍ léku til úrslita um titilinn og fara upp í 2. deild.

Lokastaðan;

 1. Golfklúbbur Norðfjarðar
 2. Golfklúbbur Ísafjarðar
 3. Golfklúbbur Húsavíkur
 4. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
 5. Golfklúbbur Sauðárkróks
 6. Golfklúbbur Hveragerðis
 7. Golfklúbbur Hellu*

*GHR féll í 4. deild ásamt Bolungarvík sem dró sig úr keppni.

Öll úrslit úr 3. deild karla má nálgast hér:

4. deild karla – Víkurvöllur Stykkishólmur:

GMS sigraði GO í úrslitaleik en báðir klúbbar fara upp um deild:
Lokastaðan:

 1. Golfklúbburinn Mostri
 2. Golfklúbburinn Oddur
 3. Golfklúbbur Sandgerðis
 4. Golfklúbburinn Geysir
 5. Golfklúbbur Öndverðarness
 6. Golfklúbburinn Vestarr
 7. Golfklúbbur Þorlákshafnar.

Öll úrslit úr 4. deild karla má nálgast hér:

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ