Golfsamband Íslands

Katlavöllur á Húsavík dró að sér marga kylfinga – metaðsókn sumarið 2020

Mikil aðsókn var á Katlavelli á Húsavík í sumar hjá Golfklúbbi Húsavíkur. Golfíþróttin hefur verið iðkuð í rúmlega hálfa öld á Húsavík en klúbburinn var stofnaður árið 1967.

Karl H. Sigurðsson varaformaður GH segir að aðsóknin hafi verið það mikil að starfsmenn vallarins áttu í vandræðum með að komast um völlinn með tæki sín og tól á venjulegum dagvinnutíma við umhirðu vallarins.

Slíkt ástand sem kalla má lúxusvandamál hefur ekki verið áður til staðar á Katlavelli.

Félagsmenn í GH eru rétt um 120 og segir Karl að klúbbfélagar eigi enn eftir að tileinka sér þá aðferð að skrá sig í rástíma í gegnum Golfboxkerfið.

„Ég er sjálfur meðsekur og þarf að bæta mig á þessu sviði. Sumarið 2020 var það fyrsta þar sem að rástímaskráning á netinu var í boði á Katlavelli. Aðsóknin var mikil eins og áður segir. Það voru leiknir um 4600 hringir. Félagsmenn í GH eru aðeins lítið brot af gestum vallarins en vel á annað þúsund gestir sem eru í öðrum klúbbum sem komu i heimsókn á Katlavöll. Rétt tæplega 150 gestir voru ekki skráðir í golfklúbb á Íslandi,“ segir Karl H. Sigurðsson.

Katlavöllur Húsavík MyndGH
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Katlavöllur Húsavík Myndsethgolfis
Exit mobile version