/

Deildu:

Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GB), Arnór Ingi Finnbjörnsson.
Auglýsing

Íslenska karlalandsliðiðe keppti við Tékkland um sæti 11.-12. á Evrópumóti landsliða sem fram fór í Þýskalandi. Ísland hafði betur, 3/2, og endaði því í 11. sæti.

Þessar þjóðir áttust einnig við í fyrra á EM um sömu sæti á mótinu og þar hafði Tékkland betur 3/2.

Finnar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn eftir sigur á Englendingum í úrslitaleiknum. Þess má geta að Finnar komu upp úr 2. deild í fyrra.

Aron Snær Júlíusson og Bjarki Pétursson unnu sinn leik 2/1, Gísli Sveinbergsson vann sinn leik 2/0., Björn Óskar Guðjónsson vann 3/2, Rúnar Arnórsson og Henning Darri Þórðarson gerðu jafntefli í sínum leikjum.

 

Ísland hafnaði í 13. sæti í höggleiknum eftir fyrstu tvo keppnisdagna og lék því í riðli um sæti 9.-16. Ísland náði frábærum úrslitum í 1. umferð í B-riðlinum með 3/2 sigri gegn Ítalíu en tapaði gegn Írum í næstu umferð 3 1/2 – 1 1/2.

Staðan í leikjum dagsins er uppfærð hér: 

Í 2. umferð holukeppninnar tapaði Ísland gegn Írlandi 3 1/2 – 1 1/2.

Henning Darri Þórðarson og Björn Óskar Guðjónsson töpuðu 3/2, Rúnar Arnórsson tapaði 3/2, Aron Snær Júlíusson tapaði 3/2, Gísli Sveinbergsson sigraði 3/2 og Bjarki Pétursson gerði jafntefli í sínum leik.

Ísland náði frábærum úrslitum í 1. umferð í B-riðlinum með 3/2 sigri gegn Ítalíu.
Henning Darri Þórðarson og Björn Óskar Guðjónsson sigruðu 1/0 í sínum leik, Aron Snær Júlíusson vann sinn leik 1/0 og Gísli Sveinbergsson vann sinn leik 2/1. Rúnar Arnórsson tapaði naumlega 2/1 og Bjarki Pétursson tapaði einnig naumlega 2/0.

Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin töldu. Ísland endaði í 13. sæti .

Átta efstu liðin komust í A-riðil og eiga möguleika á að vinna til verðlauna, liðin sem enda í sætum 9 eða neðar keppa í B riðli þar sem leikið er um sæti.

Tvær neðstu þjóðirnar í karlaflokki falla í 2. deild.

Staðan er hér:

Aron Snær Júlíusson (GKG), 73-75
Bjarki Pétursson (GKB), 75-73
Björn Óskar Guðjónsson (GM), 72-77
Gísli Sveinbergsson (GK), 70-76
Henning Darri Þórðarson (GK), 75-74
Rúnar Arnórsson (GK), 70-72

Keppt er dagana 10.-14. júlí á Golf Club Bad Saarow vellinum rétt við Berlín í Þýskalandi. Arnór Ingi Finnbjörnsson er fyrirliði og Jussi Pitkänen verður ráðgjafi liðsins.

Hér er staðan uppfærð:

 

Frá vinstri: Jussi Pitkänen, Björn Óskar Guðjónsson (GM), Gísli Sveinbergsson (GK), Rúnar Arnórsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GKB), Arnór Ingi Finnbjörnsson.

Spánn hefur titil að verja, England varð í öðru sæti og Ítalir í því þriðja á síðasta EM.

Staðan eftir 1. keppnisdag.

1. England (-11) 349 högg
2. Svíþjóð (-9) 351 högg
3.-4. Danmörk (-7) 353 högg
3.-4. Frakkland (-7) 353 högg
5. Finnland (-6) 354 högg
6. Holland (-4) 356 högg
7. Skotland (-3) 357 högg
8. Spánn (-2) 358 högg
9. Írland (-1) 359 högg
10.-11. Ísland (par) 360 högg
10.-11. Þýskaland (par) 360 högg
12.-13. Austurríki (+7) 367 högg
12.-13. Ítalía (+7) 367 högg
14. Tékkland (+8) 368 högg
15. Portúgal (+10) 370 högg
16. Serbía (+41) 401 högg

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ