Site icon Golfsamband Íslands

Kanadískur vallarstjóri með áhugaverða nálgun – fyrirlestur í Klettum 17. nóv

Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi standa að fyrirlestri sem fram fer í Kletti, nýrri íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Fyrirlesturinn fer fram föstudaginn 17. nóvember, hefst kl. 10 stendur til 12.

 

Jason Haines er vallastjóri á Pender Harbour golfvellinum í Vancouver í Canada. Pender Harbour er 9 holu völlur og telst ekki vera neinn “high end”völlur, heldur meðal völlur með miðlungs budget.

Jason hefur haldið úti blog síðu undir nafninu „turfhacker“. Þar hefur hann skrifað um sína nálgun á starfið og hvaða aðferðum hann er að beita. Hann var fljótur að taka upp MLSN kenninguna og sá strax mikla bætingu hjá sér. Flest sem hann gerir snýst um að reyna að gera eins lítið og hægt er, en samt bjóða upp á mikil gæði.

Skrif hans hafa vakið mikla eftitekt í grasvallabransanum. Amerísku greenkeepera samtökin (GCSAA) fengu hann til að tala um sína notkun á MLSN á GIS sýningunni síðastliðinn Janúar. Hann mun koma til okkar frá Írlandi þar sem hann verður ný búinn að tala um MLSN og ðminimalism“ áður en hann kemur til okkar.

Jason mun tala um notkun sína á MLSN og almenna sýn sína á viðhaldi golfvalla.
Þarna er á ferðinni vallastjóri sem er að fást við svipaða hluti og við, vetrarskaða, lítið budget, of fáa starfsmenn og allt hitt sem við könnumst við. Þetta verður fyrirlestur sem margir geta tengt við og vonandi lært hvernig við getum sparað pening (eða eytt honum í eitthvað annað) og hámarkað gæði.

Hægt er að fylgjast með Jason á

turfhacker.com
Og á Twitter:

 

Exit mobile version