Auglýsing

Frá og með deginum í dag, 25. maí 2020, getur íþróttaiðkun allra aldurshópa í landinu nú farið fram án takmarkana.

Þetta kemur fram í auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Engar takmarkanir eru því á golfíþróttinni en gæta þarf samt sem áður fyllsta öryggist í kringum sameiginlega snertifleti.

Golfklúbbum landsins er í sjálfsvald sett hvort þeir velji það að hafa áfram sínar eigin staðarreglur. Það er einnig ákvörðun hvers golfklúbbs fyrir sig hvernig þeir aflétta þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi á undanförnum vikum.

Má þar nefna hvort það eigi að hafa svamp áfram í holubotni, að flaggstangir séu teknar úr, eða að hrífur séu í glompum.

Áfram verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum sem og öðrum viðburðum, þannig að ekki mega fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum.

Það þýðir takmarkanir á fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum.

Auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Frétt heilbrigðisráðuneytis um nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Minnisblað sóttvarnalæknis.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ