Golfsamband Íslands

Þrjú íslensk lið taka þátt í Nordic Cup – liðakeppni eldri kylfinga á Spáni

Tólf íslenskir kylfingar tóku í liðakeppni fyrir eldri kylfinga sem fram fór á Spáni. Leikið er á Saurines – og Alhama völlunum sem eru rétt borgirnar Murcia og Cartagena á Spáni.

Þrjú bestu skorin á hverjum hring töldu hjá hverju liði í höggleiknum. 12 lið tóku þátt, þrjú frá Íslandi, sex frá Svíþjóð, tvö frá Finnlandi og eitt frá Noregi.

Jón Karlsson, Hjalti Pálmason, Tryggvi Traustason og Sigurbjörn Þorgeirsson lönduðu voru efstir eftir höggleikskeppnina en þeir léku samtals á 22 höggum yfir pari.

Guðmundur Sigurjónsson, Ragnar Ragnarsson, Halldór Birgisson og Einar Long voru saman í liði og enduðu þeir í 11. sæti eftir höggleikinn á +62 samtals

Halldór Ingólfsson, Gauti Grétarsson, Ásgeir Jón Guðbjartsson og Gunnar Páll Þórisson voru saman í liði og enduðu þeir í 12. sæti eftir höggleikinn á +77 samtals.

Eftir höggleikinn var liðunum skipt upp í þrjá riðla þar sem að leikinn er holukeppni.

Ísland 1 sigraði sænskt lið 2,5 / 0,5 og lék því til úrslita gegn Noregi um sigurinn. Þar hafði Ísland betur 2-1 og fagnaði því sigri en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram.

Ísland 2 og 3 leika um 9.-10. sæti en Ísland 2 sigraði finnskt lið 3/0 og Ísland 2 sigraði sænskt lið 2/1.

Lokastaðan í höggleiknum er hér:

Exit mobile version