Hulda Clara Gestsdóttir er í landsliði Íslands.
Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG endaði í 9. sæti á Opna skoska meistaramótinu fyrir unglinga.

Alls kepptu þrír kylfingar frá íslenskum golfklúbbum á þessu móti. Andrea Bergsdóttir úr GKG endaði í 16. sæti en Eva María Gestsdóttir úr GKG komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hulda Clara lék á 229 höggum samtals (+10) (84-72-73). Á öðrum keppnisdeginum lék hún á einu höggi undir pari og á parinu á lokahringnum.

Andrea Bergsdóttir lék á 231 höggi samtals (+12) (80-74-77).

Andrea Bergsdóttir.

Eva María lék á 171 höggum (+26) (93-79).

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Eva María Gestsdóttir, GKG.

Guðrún Nolan lék einnig á þessu móti en hún er íslensk. Hún keppir fyrir Hollingbury Park Golf Club en á síðasta Íslandsmóti lék hún fyrir Leyni á Akranesi. Guðrún lék á +24 samtals (89-81).

Gudrún Nolan. Mynd/seth@golf.is

Lokastaðan:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ