/

Deildu:

Auglýsing

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 29.-31. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fór í Japan. íslenska liðið endaði á 12 höggum yfir pari eftir hringina fjóra en tvö bestu skorin töldu eftir hvern hring.

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili léku á 294 höggum, eða á 6 höggum yfir pari eins, þær urðu í 58. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék hringina fjóra á 309 höggum eða á 21 höggi yfir pari og endaði í 107. sæti í keppni einstaklinga.

Ástralía sigraði á 29 höggum undir pari, Kanada tryggði sér annað sætið á 27 höggum undir pari og heimsmeistararnir frá því í fyrra Kórea varð í þriðja sæti.

Lokastaðan í liðakeppninni. 

Skorið íslenska liðsins

Heimasíða mótsins.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ