Auglýsing

Íslandsmótið í holukeppni 2021 fer fram á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar dagana 18.-20. júní. Keppt eru í kvenna – og karlaflokki. Mótið í ár verður það 34. frá upphafi en fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitla í holukeppni í karla – og kvennaflokki árið 1988.

Þetta verður í fyrsta sinn sem keppt verður á Þorláksvelli á Íslandsmóti í fullorðinsflokki í einstaklingskeppni á vegum Golfsambands Íslands.

Í dag var raðað í riðla og er ljóst að margar spennandi viðureignir eru framundan.

Fjórir fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni mæta til leiks í ár. Rúnar Arnórsson, GK, sem sigraði tvö ár í röð (2018 og 2019) verður á meðal keppenda. Kristján Þór Einarsson, GM, á einnig tvo titla í þessari keppni (2009 og 2014) en hann mun einnig keppa í ár. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sigraði árið 2011 og er með á þessu móti líkt og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, sem sigraði árið 2008. 

Bjarki Pétursson, GKG, Íslandsmeistari í golfi 2020, er á meðal keppenda en hann er með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð í Evrópu. Andri Þór Björnsson, GR, sem leikur einnig á Áskorendamótaröðinni mætir til leiks á Þorláksvöll. 

Fimm fyrrum Íslandsmeistarar í holukeppni eru skráðar til leiks í kvennaflokknum. Ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, er á meðal keppenda. Saga Traustadóttir, GR, sem sigraði árið 2019 tekur þátt líka og þær Heiða Guðnadóttir (GM) (2015), Berglind Björnsdóttir (GR) (2016), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) (2018). 

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, sem lék til úrslita á Opna breska áhugamannamótinu s.l. laugardag mætir til leiks. Ragnhildur Kristinsdóttir, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem léku einnig á því móti verða einnig með á Íslandsmótinu í holukeppni 2021. 

Nánari upplýsingar um riðla og rástíma – smelltu hér:

Íslandsmótið í holukeppni 2021 – konur og karlar.

Keppendur í karlaflokki eru 32 og þar er biðlisti ef einhver forföll verða. Í kvennaflokki eru 30 keppendur skráð sig til leiks – alls 62 keppendur.

Biðlisti er í karlaflokki. Ef keppandi í karlaflokki forfallast mun verða tekið inn í mótið eftir biðlista og mun viðkomandi fá sæti þess sem forfallaðist.

Karlar

StigalistiNafnKlúbbur
4Andri Már ÓskarssonGolfklúbbur Selfoss
5Kristófer Karl KarlssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
6Tómas Eiríksson HjaltestedGolfklúbbur Reykjavíkur
7Bjarki PéturssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
8Sverrir HaraldssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
9Viktor Ingi EinarssonGolfklúbbur Reykjavíkur
10Rúnar ArnórssonGolfklúbburinn Keilir
11Ragnar Már GarðarssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
13Daníel Ísak SteinarssonGolfklúbburinn Keilir
15Birgir Björn MagnússonGolfklúbburinn Keilir
16Guðmundur Rúnar HallgrímssonGolfklúbbur Suðurnesja
17Böðvar Bragi PálssonGolfklúbbur Reykjavíkur
18Kristófer Orri ÞórðarsonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
19Aron Emil GunnarssonGolfklúbbur Selfoss
20Kristján Þór EinarssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
22Sigurður Bjarki BlumensteinGolfklúbbur Reykjavíkur
23Ingi Þór ÓlafsonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
24Jóhannes GuðmundssonGolfklúbbur Reykjavíkur
26Björn Óskar GuðjónssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
27Andri Þór BjörnssonGolfklúbbur Reykjavíkur
28Ragnar Már RíkarðssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
32Arnór Ingi FinnbjörnssonGolfklúbbur Reykjavíkur
33Fannar Ingi SteingrímssonGolfklúbbur Hveragerðis
34Örvar SamúelssonGolfklúbbur Akureyrar
35Pétur Sigurdór PálssonGolfklúbbur Selfoss
36Hlynur Geir HjartarsonGolfklúbbur Selfoss
37Pétur Þór JaideeGolfklúbbur Suðurnesja
38Theodór Emil KarlssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
39Bjarni Þór LúðvíkssonGolfklúbbur Reykjavíkur
42Björn Viktor ViktorssonGolfklúbburinn Leynir
43Helgi Snær BjörgvinssonGolfklúbburinn Keilir
44 Lárus Ingi AntonssonGolfklúbbur Akureyrar
45 (Biðlisti)Dagur EbenezerssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
46 (Biðlisti)Lárus Garðar LongGolfklúbbur Vestmannaeyja
47 (Biðlisti)Bjarki Snær HalldórssonGolfklúbburinn Keilir
50 (Biðlisti)Aron Skúli IngasonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
51 (Biðlisti)Pétur Óskar SigurðssonGolfklúbburinn Esja
66 (Biðlisti)Aron Ingi HákonarsonGolfklúbbur Mosfellsbæjar
67 (Biðlisti)Elvar Már KristinssonGolfklúbbur Reykjavíkur
69 (Biðlisti)Jón GunnarssonGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
72 (Biðlisti)Róbert Smári JónssonGolfklúbbur Suðurnesja
91 (Biðlisti)Jóhann Frank HalldórssonGolfklúbbur Reykjavíkur
97 (Biðlisti)Kjartan Sigurjón KjartanssonGolfklúbbur Mosfellsbæjar

Konur

StigalistiNafnKlúbbur
1Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGolfklúbburinn Keilir
2Ragnhildur KristinsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
3Berglind BjörnsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
4Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGolfklúbbur Akureyrar
6Heiðrún Anna HlynsdóttirGolfklúbbur Selfoss
7Jóhanna Lea LúðvíksdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
8Hulda Clara GestsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
9Eva Karen BjörnsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
10Saga TraustadóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
11Perla Sól SigurbrandsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
12María Eir GuðjónsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
13María Björk PálsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
14Anna Júlía ÓlafsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
15Árný Eik DagsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
16Arna Rún KristjánsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
17Ásdís ValtýsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
19Katrín Sól DavíðsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
20Helga Signý PálsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
21Kristín Sól GuðmundsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
22Sara KristinsdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
23Bjarney Ósk HarðardóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
26Nína Margrét ValtýsdóttirGolfklúbbur Reykjavíkur
28Fjóla Margrét ViðarsdóttirGolfklúbbur Suðurnesja
36Berglind Erla BaldursdóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
Ingunn EinarsdóttirGolfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Heiða GuðnadóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
Högna Kristbjörg KnútsdóttirGolfklúbburinn Setberg
Hekla Ingunn DaðadóttirGolfklúbbur Mosfellsbæjar
Auður Sigmundsdóttir Golfklúbbur Reykjavíkur

Stigalisti karla fyrir holukeppni

Stigalisti kvenna fyrir holukeppni

Þátttökurétt í hvorum flokki hafa:

1. Ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni.

2. Þrír efstu Íslendingar á heimslista atvinnumanna (www.owgr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.

3. Þrír efstu Íslendingar á heimslista áhugamanna (www.wagr.com) kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.

4. Stigahæstu kylfingar á stigamótaröðinni, þar til fullum fjölda þátttakenda er náð. Stig reiknast þannigað við stig ársins bætast stig frá síðasta ári,frá og með síðasta Íslandsmóti í holukeppni. Fyrir Íslandsmótið í holukeppni 2022 og síðar skulu stig reiknast þannig að við stig ársins bætast stig frá síðasta ári, frá og með fyrsta stigamóti eftir síðasta Íslandsmóti í holukeppni, þ.e. síðasta Íslandsmót í holukeppni telur ekki í stigafjöldanum.

5. Ákveði einhverjir kylfingar sem eiga þátttökurétt að nýta hann ekki færast kylfingar upp um sæti sem því nemur og þeim næstu á stigamótaröðinni er boðinn þátttökuréttur. Séu kylfingar jafnir í sæti á stigamótaröðinni, sbr. lið 4, telst sá ofar sem ofar varð í Íslandsmótinu í golfi. Séu kylfingar enn jafnir, telst sá ofar sem náð hefur efra sæti á öðrum stigamótum. Séu kylfingar þá enn jafnir ræður hlutkesti.Náist ekki full skráning þátttakenda samkvæmt ofangreindu skal öðrum kylfingum heimil þátttaka. Ræður þá forgjöf þátttökurétti. Séu kylfingar með jafnháa forgjöf ræður hlutkesti. Miðað er við forgjöf þátttakenda kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.

Mótsgjald og æfingahringir

Mótsgjald er 8.500,-kr. og skal greitt við skráningu.

​Þeir kylfingar sem komast ekki inn í mótið fá mótsgjald endurgreitt að móti loknu.

Æfingadagar eru 14., 15., 16. og 17. júní.

Rástímar fyrir æfingahringi eru 14., 15. og 16. júní kl. 11.00 – 13.00 og 15.00 – 17.00 og 17. júní kl. 11.00 – 13.00. Keppendur eru beðnir um að hafa samband í síma 483-3009 til að bóka rástíma fyrir æfingahring. Vinsamlegast athugið að skilyrði er að hafa greitt mótsgjald og vera skráð í mótið til að mega leika æfingahring án endurgjalds.

Fyrir rástíma utan þessara tíma vinsamlegast hafið samband við klúbbinn.

Veitt verða verðlaun (gjafakort)  fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.

1.sæti: 90.000,- kr.  

2. sæti: 60.000,- kr.   

3. sæti: 30.000,- kr.

Leikir og rástímar í riðlakeppni verða birt í hlekk þegar nær dregur hér fyrir neðan. 8 manna, undanúrslit og úrslit verða birt í GolfBox.

Hér má sjá stöðuna á eftirfarandi stigalistum:

Stigalisti karla á OWGR

Stigalisti kvenna á OWGR

Stigalisti karla á WAGR

Stigalisti kvenna á WAGR

Stigalisti karla fyrir holukeppni

Stigalisti kvenna fyrir holukeppni

Reglugerð um Íslandsmót í holukeppni

Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi:

Karlaflokkur:

 • 1988 Úlfar Jónsson, GK (1)
 • 1989 Sigurður Pétursson, GR (1)
 • 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1)
 • 1991 Jón H Karlsson, GR (1)
 • 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1)
 • 1993 Úlfar Jónsson, GK (2)
 • 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1)
 • 1995 Örn Arnarson, GA (1)
 • 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2)
 • 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1)
 • 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2)
 • 1999 Helgi Þórisson, GS (1)
 • 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3)
 • 2001 Haraldur Heimisson, GR (1)
 • 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1)
 • 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)
 • 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3)
 • 2005 Ottó Sigurðsson, GKG(1)
 • 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1)
 • 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2)
 • 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1)
 • 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1)
 • 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4)
 • 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1)
 • 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1)
 • 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1)
 • 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2)
 • 2015 Axel Bóasson, GK (1)
 • 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1)
 • 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1)
 • 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1)
 • 2019: Rúnar Arnórsson, GK (2)
 • 2020: Axel Bóasson, GK (2)

Kvennaflokkur:

 • 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1)
 • 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1)
 • 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1)
 • 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2)
 • 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3)
 • 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2)
 • 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4)
 • 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1)
 • 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2)
 • 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3)
 • 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3)
 • 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4)
 • 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4)
 • 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5)
 • 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
 • 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6)
 • 2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5)
 • 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7)
 • 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1)
 • 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2)
 • 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1)
 • 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1)
 • 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1)
 • 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1)
 • 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2)
 • 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2)
 • 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1)
 • 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1)
 • 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1)
 • 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1)
 • 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1)
 • 2019: Saga Traustadóttir, GR (1)
 • 2020: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (3)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ