Íslandsmótið í golfi 2025 fer fram á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis, dagana 7.-10. ágúst.
Íslandmótið í ár er það sjötta sem haldið hefur verið á Hvaleyrarvelli. Frá því að völlurinn varð 18 holur hafa kylfingar úr Keili ávallt sigrað í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi, þegar mótið hefur farið fram á þeirra heimavelli.

Þing Golfsambands Íslands 2025 fer fram dagana 14.-15 nóvember

Enginn íslensku kylfinganna áfram í lokamót DP World Tour

Dagbjartur, Haraldur og Guðmundur í baráttu um sæti á DP World Tour

Gunnlaugur Árni níundi besti áhugakylfingur heims

Golfklúbbur Reykjavíkur í 6. sæti á EM golfklúbba

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur leik á EM golfklúbba

Gunnlaugur Árni vinnur sitt annað mót í bandaríska háskólagolfinu

Andrea og Ragnhildur hársbreidd frá öruggu sæti á LET

Haraldur í 45. sæti í Kína

Andrea og Ragga í góðum málum á lokamóti LET Access

Andrea þarf sigur í lokamótinu – Viðtal

Ragnhildur leikur um sæti á Evrópumótaröðinni – Viðtal

Molar frá dómaranefnd

Sjálfboðaliði ársins 2025, GSÍ óskar eftir tilnefningum

Jóhann Frank lýkur leik í lokaúrtökumóti Nordic Golf League
Fjölmargir keppendur taka þátt í mótinu í ár og þurfti að leika undankeppni um síðustu lausu sæti mótsins. Á meðal keppenda eru fremstu kylfingar landsins, atvinnukylfingar og margir fyrrverandi Íslandsmeistarar í golfi.
Keppendur mótsins koma úr 17 golfklúbbum víðs vegar af landinu. Golfklúbbur Reykjavíkur á flesta keppendur, alls 32, en heimamenn í Golfklúbbnum Keili eiga 21 kylfing í mótinu.
Keppendur Íslandsmótsins, niður á golfklúbb:
| Klúbbur | Karlar | Konur | Samtals |
| GA | 6 | 3 | 9 |
| GBO | 2 | 0 | 2 |
| GBR | 1 | 0 | 1 |
| GFB | 1 | 0 | 1 |
| GK | 13 | 8 | 21 |
| GKG | 15 | 11 | 26 |
| GM | 7 | 8 | 15 |
| GO | 0 | 1 | 1 |
| GOS | 6 | 3 | 9 |
| GR | 21 | 11 | 32 |
| GS | 4 | 1 | 5 |
| GSE | 0 | 1 | 1 |
| GSS | 0 | 2 | 2 |
| GÚ | 1 | 0 | 1 |
| GV | 3 | 0 | 3 |
| GVS | 1 | 0 | 1 |
| NK | 4 | 0 | 4 |
Íslandsmótið á Hvaleyrarvelli
Íslandsmótið fór fyrst fram á Hvaleyrarvelli árið 1967, þegar keppt var í kvennaflokki í fyrsta skiptið. Keppt var á 6 holu velli, en Keilir var stofnaður í febrúar árið 1967.
Árið 1970 fór fyrri hluti Íslandsmóts karla fram á Hvaleyrarvelli en lokadagarnir á Hólmsvelli í Leiru.
Árið 1973 sigraði Björgvin Þorsteinsson, GA, í karlaflokki á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem var þá 12 holur. Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, sigraði í kvennaflokki á því móti.
Alls liðu 26 ár þar til að Íslandsmótið fór fram á Hvaleyrarvelli á ný.
Árið 1999 fór Íslandsmótið fram á Hvaleyrarvelli, sem hafði opnað sem 18 holu völlur árið 1997. Á Íslandsmótinu 1999 sigruðu Ólöf María Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson, en þau eru bæði í Golfklúbbnum Keili.
Árið 2007 fór mótið fram á Hvaleyrarvelli og þar sigraði Björgvin Sigurbergsson, GK, og Nína Björk Geirsdóttir, sigraði í kvennaflokki, en hún var þá í Golfklúbbnum Kili sem varð síðar að Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Íslandsmótið síðast fram á Hvaleyrarvelli árið 2017. Þar sigraði Axel Bóasson, úr GK, í karlaflokki og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sigraði í kvennaflokki.

