/

Deildu:

Auglýsing

Undankeppni fyrir Íslandsmótsið í golfi 2023 fór fram á Urriðavelli mánudaginn 7. ágúst n.k.

Þetta er í fyrsta sinn sem slík undankeppni fer fram – en gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að taka þátt á Íslandsmótinu í golfi 2023.

Þar var keppt um tvö sæti í karlaflokki en ekki var undakeppni í kvennaflokki. Eftirfarandi kylfingar eru í efstu sætunum á biðlista fyrir Íslandsmótið 2023.

Biðlisti kvennaflokkur:

  1. Margrét Jóna Eysteinsdóttir
  2. Ninna Þórey Björnsdóttir
  3. Bryndís Eva Ágústsdóttir
  4. Embla Hrönn Hallsdóttir

Biðlisti karlaflokkur:

  1. Birkir Þór Baldursson
  2. Jóhannes Sturluson
  3. Kári Eldjárn Þorsteinsson
  4. Rafn Stefán Rafnsson
  5. Snorri Hjaltason

Úrslit undankeppninnar má nálgast hér:

Alls skráðu 200 keppendur sig til leiks á Íslandsmótið í golfi 2023 og 146 þeirra komust inn í mótið – nánar hér. Hámarksfjöldi í mótið er 150.

Í undankeppninni höfðu þátttökurétt þeir 53 kylfingar sem skráðu sig til leiks á Íslandsmótið í golfi 2023 – en komust ekki inn á keppendalistann.

Óliver Elí Björnsson, GK lék á 73 höggum eða +2 og sigraði, Brynjar Logi Bjarnþórsson, GK varð annar á 74 höggum eða +3 og komust þeir inn á keppendalistann.

Eins og áðurs segir var undankeppnin auglýst í kvennaflokki en keppin fór ekki fram þar sem að fimm keppendur skráðu sig til keppni. Samkvæmt reglugerð mótsins þurftu sex keppendur að skrá til þess að undankeppnin færi fram.

Lovísa Ólafsdóttir, GR og Dagbjört Erla Baldursdóttir, GM fá tvö síðustu sætin í kvennaflokki þar sem þær eru lengst frá forgjafarmörkum mótsins (8.5).

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ