Auglýsing

Metfjöldi er í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2023 eða 48 keppendur alls.

Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eða 31%

Frá árinu 2001 hefur meðalfjöldi keppenda í kvennaflokki verið 26 eða 18% af heildarfjölda keppenda. Keppendafjöldinn í kvennaflokki í ár er 55% yfir meðaltali síðustu ára. 

Mótið í ár er því eitt það allra sterkasta þar sem flestir af forgjafarlægstu kylfingum landsins í kvennaflokki eru á meðal keppenda. 

Það er að miklu að keppa fyrir atvinnukylfingana þar sem að verðlaunaféð fyrir Íslandsmeistaratitil hjá atvinnukylfingum er 500 þúsund kr. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ