Site icon Golfsamband Íslands

Íslandsmótið í golfi 2023 – 153 keppendur frá 18 klúbbum

Íslandsmótið í golfi fer fram dagana 10.-13. ágúst á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

Gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum að komast inn á keppendalista Íslandsmótsins. Alls skráðu sig 200 til leiks en aðeins 153 komust inn á keppendalistann.

Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem færri komast að en vilja á Íslandsmótinu í golfi.

Aldrei áður hafa jafnmargar konur tekið þátt eða 48 – en í fyrra var nýtt met sett þegar 44 konur tóku þátt á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum.

Smelltu hér fyrir rástíma á 1. keppnisdegi:

Smelltu hér fyrir rástíma á 2. keppnisdegi:

Keppendur eru alls 153 og koma þeir frá 18 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu.

Flestir keppendur eru frá GR eða 35 alls og tæp 23% af heildarfjölda keppenda, GKG er með 32 keppendur eða 21%, og GM 24 keppendur og tæp 16% af heildarfjölda.

Alls eru 9 golfklúbbar með keppendur í kvenna – og karlaflokki en heildarskiptingin er hér fyrir neðan.

GolfklúbburKonurKarlarSamtals% af heild
Golfklúbbur Reykjavíkur12233522.9%
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar12203220.9%
Golfklúbbur Mosfellsbæjar12122415.7%
Golfklúbburinn Keilir4121610.5%
Golfklúbbur Akureyrar1785.2%
Golfklúbbur Suðurnesja1785.2%
Golfklúbburinn Oddur2463.9%
Golfklúbbur Selfoss1453.3%
Nesklúbburinn553.3%
Golfklúbburinn Leynir1232.0%
Golfklúbbur Vestmannaeyja332.0%
Golfklúbbur Skagafjarðar221.3%
Golfklúbbur Borgarness110.7%
Golfklúbbur Siglufjarðar110.7%
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar110.7%
Golfklúbburinn Esja110.7%
Golfklúbburinn Setberg110.7%
Golfklúbburinn Vestarr110.7%
Exit mobile version